Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 3

Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 3
[ ] ] MÁNR-ÐflRBLfl-Ð UM LflNDBÚNfl-Ð Nr. 10 Reykjavík, október 1945 XL. árg. Mæðiveikin í Reykholtsdal og Miðfirði Eftir Halldór Pálsson, ráðunaut í janúarmánuði 1944 og í sama mánuði 1945 ferðaðist ég um Reykholtsdal og Mið- fjörð, til þess að athuga hvaða uzla mæði- veikin gerir þar enn í fjárstofni bænda. Hafa þessar athuganir nú verið gerðar í 7 ár eða síðan 1938. Skýrsla ásamt greinar- gerð um athuganir þessar hefir árlega ver- ið birt í Frey síðan 1939, nema s. 1. ár féll hún niður. Árið 1938 ritaði Guðm. Gíslason læknir grein í Búnaðarritið, um byrjunar- athuganir, sem hann gerði á þessu. Töflur þær, sem ég birti hér skýrslu þessari til skýringar eru framsettar nokkuð á annan hátt en að undanförnu. Nú er sýnt, hve mörg gimbrarlömb hafa verið sett á vetur á hverjum bæ á hverju hausti síðan 1935 í Reykholtsdal og síðan 1938 í Miðfirði, hve margar ær voru lifandi af hverjum árgangi á hverjum bæ í janúar 1945, hve margar ær hafa drepist úr mæði- veikinni eða verið slátrað vegna mæði- veikisýkingar úr hverjum árgangi, frá því þær voru lömb til janúar 1945, og síðast hve margar ær hafa gengið úr tölunni af öðrum ástæðum en mæðiveiki, á sama tíma. Áður sýndu töflurnar, hve mörg gimbrar- lömb voru sett á, á hverju hausti á hverjum bæ, síðan þessar athuganir byrjuðu, og hve margar þeirra voru lifandi í ársbyrjun hvert ár síðan. Töflur þessar voru að verða of umfangsmiklar til prentunar, og eins gott að sýna þessar niðurstöður með línu- riti. Einnig læt ég fylgja línurit til skýr- ingar á niðurstöðum í töflum I. og II. Reykholtsdalur og nágrenni. Árið 1941 skipti ég fjárstofninum á bæj- um þeim í Reykholtsdal og nágrenni, sem athugun þessi hefir farið fram á, í tvo flokka eftir því, hve mikinn uzla mæði- veikin gerði í stofnunum.. Var allmikill munur á vanhöldunum í hvorum flokki. Sex bæir lentu í þeim flokki, þar sem viðnámsþróttur gegn mæðiveikinni var minni, en átta í hinum flokknum. Undan- farin ár hefir alltaf haldist munur á

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.