Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 18

Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 18
152 Í’REYR Sexmannanefndar- verð Landbúnaðar- varanna hefir nú verið reiknað út af Hagstofunni eftir beiðni landbúnaðarráðherra. Bændur hafa mikið heyrt um þetta verð talað und- anfarið, og því þykir Frey rétt að skýra frá því, hvert það er. Á mjólk hefir það verið: 1943 kr. 1,23 pr. meðal lítra. 1944 — 1,34 — — — 1945 — l,47i/2 — — — Á kjöti hefir það verið pr. kg.: 1943 kr. 6,82 1944 kr. 7,75 1945 kr. 8,62 Eins og bændur vita, fengu þeir 1943 og 1944 sexmannanefndarverðið 1943, og þó ekki alls staðar, fyrir mjólkina. Nú eru dýr- tíðarlögin, sem ákváðu að bændur skyldu fá sexmannanefndarverðið fallin úr gildi, en sami er enn siðferðislegi rétturinn, sem lá til grundvallar lögunum, og er nú eftir að vita, hvort verðið verður ákveðið þannig, að það gefi bændum sexmannanefndar- verðið í ár heim til sín. P. Heiður þeim, sem heiður ber í 11, árgangi Búfræðingsins skrifar Sig- urður Sigurðsson á Ytri-Skeljabrekku í Borgarfirði um doða í ám, og lýsir því, hvernig það vildi til, að hann datt ofan á að lækna þær. Eftir því, sem Sigurði farast orð, fann hann þetta upp hjá sjálf- um sér, en studdist ekki við aðfengna reynslu. í apríl-hefti Freys 1941 skrifar Ásgeir Guðmundsson í Æðey um doða í ám og hvernig þeir bræður fundu, að um þennan sjúkdóm var að ræða og hversu þeim tókst að lækna hann. Vorið 1941 fann ég óborna á, sem ég átti, og var hún þá aðframkomin úti á víða- vangi. Flaug mér þá í hug grein Ásgeirs og hitt, að máske væri doði að ánni. Sótti ég þá doðadælu á annan bæ, 5 km. leið. Varð ég að vekja fólkið upp, því að nótt var. En ég náði ánni lifandi og dældi í hana. Ekki nennti ég að vaka lengur, en breiddi ofan á ána. Um morguninn var hún orðin frísk og búin að eiga 2 lömb. Næsta vor kom svipað fyrir, nema ærin, sem þá veiktist var á húsi. Áður hafði ég oft vitað ær snöggdrepast við rúning og mun þar líka vera um doða að ræða, enda er það í þvílíkum tilfellum, sem Ásg. Guðm. lýsir doðanum hjá þeim í Æðey. Ég á það grein Ásgeirs að þakka, að mér tókst að bjarga þessum ám mínum. En hvernig er það með hina útlærðu og láunuðu dýralækna. Hafa þeir gleymt að miðla þekkingu sinni meðal almennings, eða þekkja þeir ekki þennan sjúkdóm? Játvarður Jökull. Prentsmidja Bókbandsstofa Pappírssala Prentsmiðjan Edda h.l Reykjavík Lindargötu b A Sírnar 3720 & 39 i8

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.