Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 7

Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 7
FRE YR 141 vísu mjög köld og óhagstæð fyrir sauðfé vorið og haustið 1943. Getur það hafa flýtt fyrir því að veikin kæmi í ljós í sýktum einstaklingum. En ótíðin ein eða vanfóðrun hefir ekki orsakað dauða ánna þetta ár, því að á öllum þessum bæjum er fé ávallt prýðilega fóðrað og næg hey. Einnig er ekki því til að dreifa, að miklu af heil- brigðum ám hafi verið fargað þetta ár. Á Stóra-Kroppi var að vísu fargað 6 gimbr- um veturgömlum heilbrigðum, og nokkrar ær hafa ef til vill verið lamblausar fram yfir það venjulega á þessum bæjum og sumum þeirra fargað. Það veldur þó ekki allri hækkun viðhaldsins þetta ár miðað við árin á undan. Línurit B sýnir hve mörg % af ám úr hverjum árgangi síðan 1935 í öllum flokk- unum hefir verið lifandi í ársbyrjun ár hvert síðan 1938. Þar kemur í ljós að árleg vanhöld miðáð við upphaflega tölu kinda í hverjum árgangi eru mest á 4. aldursári og lítið minni á 5. árinu. Tiltölulega fáar kindur drepast til tveggja vetra aldurs en margar á þriðja árinu, einkum á þeim bæjum, þar sem féð er næmast. Van- höldin á ám, sem ná 5 vetra aldri eru hlutfallslega mun minni en á ungfullorðna fénu. Við athugun á línuriti B, ber að hafa hugfast að haustin 1936 og 1937 voru sett á mun færri lömb en hin árin og því er ekki hægt að byggja eins á línuritinu fyrir þá árganga eins og hina, vegna þess að tilviljunin hefir því meira að segja eftir því sem einstaklingarnir eru færri. Miðfjörðurinn. Fjárstofnarnir í Miðjfirðinum eru nú flokkaðir í þrjá flokka eins og í Reyk- holtsdalnum. í A flokki eru allir þeir fjárstofnar, sem þurft hafa 33% eða meira til viðhalds að meðaltali á ári síðanl939. í B flokki er féð á þeim bæjum, þar sem meðalviðhaldið á sama tíma hefir verið frá 27—33%, en í C flokki er féð á þeim býlum, þar sem viðhaldið hefir verið minna en27% á ári að meðaltali síðustu sex árin. Hlutfallslega fleira af fénu í Miðfirðinum er í A flokki en í Reykholtsdalnum en mun færra í C flokknum. Bendir þetta til þess að féð í Miðfirðinum sé nokkru næmara en féð í Reykholtsdal. Tafla II. sýnir hve mörg gimbrarlömb hafa verið sett á á hverju hausti síðan 1938 í öllum flokkunum, og hve margt var lifandi af ám úr hverjum árgangi í janúar 1945. Ennfremur hve margt var dautt úr mæðiveiki af ánum úr hverjum árgangi frá því þær voru lömb þar til í jan. 1945 og hve margar ær hafa gengið úr tölu á sama tíma af öðrum orsökum en mæðiveiki. Ennfremur sýnir tafla II. viðhald ánna á hverju ári síðan 1939 og tölu fjárins á hverjum bæ í marz 1939 og jan. 1943 og 1945. Línurit C sýnir hér eins og línurit A í Reykholtsdalnum, hve mörg % af ánum í hverjum árgangi voru lifandi í jan. 1945, það dökka af súlunum. Ennfremur, hve mörg % af ám úr sömu árgöngum hafa drepist úr mæðiveiki frá því þær voru lömb til jan. 1945, það óskyggða af súlun um, og hve mörg % hafa gengið úr tölu af öðrum orsökum en mæðiveiki á sama tíma, það skyggða af súlunum. Til skýringar á töflu II, ef gerður er samanburður á henni og hliðstæðum töfl- um í skýrslum þeim, sem birtar hafa verið undanfarin ár í Frey, skal það tekið fram að nú varð að fella fé frá nokkrum bæjum niður vegna búflutninga, eða vegna þess, að féð hefir verið eyðilagt. Skárastaða- féð er horfið. Féð frá Syðri-Torfustöðum a og Núpsdalstungu a er sumpart horfið, en það sem eftir er hefir bæzt við Aðalból annars vegar en Núpsdalstungu b, nú

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.