Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 16

Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 16
150 PHEYft frá þessum bæjum, nema bóndinn á Haugi keypti fyrir nokkrum árum lanbhrút í Litla-Hvammi, sem hefir reynst vel. Ég undrast það t. d., hvernig bændur, sem missa árlega yfir 40% af ám sínum úr mæðiveiki, eins og nokkrir bændur í Mið- firði gera,skuli á hverju hausti að undan- förnu hafa getað látið það viðgangast að margar gimbrar frá Litla-Hvammi væru drepnar. Þeim var frekar vorkunn um skeið að sækjast ekki eftir fé frá Haugi eða Bjargi, því að á báðum þessum bæjum drapst margt fé fyrst, þegar mæðiveikin fór að geysa um Miðfjörðinni og auk þess er riða í fé á Bjargi, en hún er því miður víða til staðar. En Litla-Hvamms féð hefir reynst hraust frá því mæðiveikin gerði vart við sig í þeim stofni í Reykholtsdalnum hafa sumir bændur sýnt nokkra viðleitni, til þess að rækta hraustara fé, einkum nú síðustu árin. Á Kjalvararstöðum var mjög næmt fé, en þar eru glöggir bændur, sem hafa reynt að fá hrausta hrúta, til að ala upp undan. Þeir hafa þegar náð nokkrum árangri. Unga féð lifir þar nú betur en það gerði fyrir nokkrum árum. Bezt hefir þar reynst hrútur frá Vilhelm Steinssyni frá Fossi í Hrútafirði, en hann á hraust fé. Annar bóndi í Reykholtsdal, í Nesi, fékk einnig hrút frá Fossi en missti hann, af- kvæmi hans reynast óhraust. Bóndinn á Gilsbakka í Hvítársíðu er glöggur fjárræktarmaðíar. Hc(núm hefir tekizt með ræktun síns eigin fjár að draga nokkuð úr vanhöldum af völdum mæði- veiki. Hann hefir ekki fengið sér hrúta, sem von var til að væru hraustari en hans heimafé, fyrr en nú allra síðustu árin, er hann fékk hrúta frá Kleifum í Gilsfirði. Afkvæmi þeirra eru enn of ung, til þess að unt sé að sjá, hvort þau reynast betur en féð af heimastofninum. Þeir bændur sem minnst missa úr mæði- veikinni þurfa nauðsynlega að halda ættar- tölubækur yfir fé sitt, til þess að finna hraustustu ættirnar og einstaklingana í hjörðinni, bæði til þess að ala upp sjálfir og til þess að miðla öðrum. Þeir sem næm- asta féð eiga þurfa að reyna að fá sér sem hraustasta hrúta. Gimbrar má ekki drepa af hraustustu fjárstofnunum. Þeir hrútar, sem verða gamlir, ef af- kvæmi þeirra hafa reynst sæmilega hraust, eru dýrmætustu einstaklingarnir í fé bænda á mæðiveikisvæðinu. Slíka hrúta má ekki drepa fyr en þeir geta alls ekki lifað lengur eða gert skyldu sína. Hafi eigandi þeirra notað þá svo lengi, að hann fari að óttast. of mikinn skyldleika í fé sínu, þá á að selja þessa gömlu hrúta eða farga þeim í hrútaskiptum til þeirra, sem þörf hafa fyrir hrausta hrúta. Mér þætti gott ef bændur á mæðiveikisvæðinu, sem eiga gamla hrausta hrúta, sem hafa gefið. hraust afkvæmi, létu mig vita ef þeir hefðu í hyggju að farga slíkum hrútum. Myndi ég eftir atvikum geta selt þá suma. Meðan ekki fæst lækning á mæðiveikinni eða varnarlyf gegn henni, verða bændur að gera það sem unt er, til þess að draga úr vanhöldum með ræktun fjárins. Enn sem komið er legg ég ekki dóm á þær lækningatilraunir, sem verið er að gera á mæðiveikinni og bændur hafa heyrt um, en sumir telja að ekki sé vonlaust um að þær komi að nokkru gagni. í apríl 1945 Halldór Pálsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.