Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 14
148
FREYR
ungar ær til í Miðfirði en aðeins lifandi það
hraustasta af eldri ánum. Síðustu árin
hefir útkoman versnað til muna í Miðfirði.
Árið 1943 var viðhald ánna 43,7%. Mun sú
mikla hækkun samanborið við árin á und-
an sumpart hafa orsakazt af meiri mæði-
veiki í fénu það ár en árin þá á undan en
sumpart vegna þess að nokkrir bændur
slátruðu fáeinum heilbrigðum ám og vetur-
gömlum gimbrum það haust, og einnig
vegna þess að vanhöld vegna ótíðar voru
meiri en venjulega, t. d. fórust allmargar
kindur haustið 1943 í fönn.
Línurit D sýnir. hve mörg % af ám úr
hverjum árgangi síðan 1938 í öllum flokk-
um hefir verið lifandi í ársbyrjun ár hvert
síðan 1940. Það kemur í ljós á línuritinu
að árleg vanhöld. i hverjum árgangi miðað
við upphaflega tölu er mest á 4. aldurs-
árinu og dálítið minni á 5. árinu, eins og
í Reykholtsdalnum. Til tveggja vetra aldurs
drepst fátt, en all margt á þriðja ári.
Framtiðarhorfur.
Þessar athuganir sýna að ekki dregur
verulega úr vanhöldunum af völdum mæði-
veikinnar yfirleitt með hverju árinu, sem
liður. Á þeim bæjum, sem þessar athuganir
ná yfir, eins og yfirleitt á mæðiveikisvæð-
inu frá Hvítá í Árnessýslu vestur um að
Héraðsvötnum, herja á fjárstofninn bæði
borgfirzka mættiveikin, sem upíphaflega
breiddist út frá Deildartungu, og þingeyska
mæðin eða þurramæðin. Mun fleira fé
ferst úr þurramæðinni nú síðustu 6—8
árin, en úr borgfirzku mæðiveikinni. Þegar
hér er því rætt um vanhöld af völdum
mæðiveiki og misnæma fjárstofna fyrir
mæðiveiki, er átt við að þeir séu misnæmir
gegn bæði þurramæði og mæðiveikinni
(Borgfirzku).
Frá vísindalegu sjónarmiði væri mun
æskilegra, að hægt væri að rannsaka,
hvort fjárstofnar væru misnæmir fyrir
hvorri mæðiveikinni fyrir sig, en frá hag-
rænu sjónarmiði allra þeirra bænda, sem
þurfa að búa við báðar þessar pestir í fé
sínu, hefir það eitt við athuganir þessar
verulega þýðingu, hvort hægt er að finna
og rækta fjárstofna, sem hafa mikinn
viðnámsþrótt gegn báðum sjúkdómunum.
Það er allt sem bendir til þess, að fé sé
mjög misnæmt fyrir Borgfirzku mæðiveik-
inni. Fyrst og fremst hefir komið í ljós
að mikið dregur úr vanhöldum af völdum
Borgfirzku mæðiveikinnar þegar hún hefir
verið um nokkurra ára skeið í fjárstofn-
inum. Þessi veiki er bráðnæm og drap féð
víða í hrönnum fyrstu missirin eftir að
hún gerði fyrst vart við sig. Nú síðari árin
drepur hún hlutfallslega fátt fé á sömu
bæjum.
Árin 1937 og 1938 virtist meiri munur
á misnæmi fjár á einstaka heimilum í
Borgarfirði og Húnavatnssýslum en síðar.
En þá hafði Borgfirzka mæðiveikin gengið
víða í þessum sýslum 2—3 ár, en sú Þing-
eyska óvíða orðin áberandi til muna. En
frá 1938—1941 fara bændur yfirleitt á
þessu svæði að tala um að veikin hafi
breyzt í mörgu af því fé, sem drepist. Nú
sé ekki lengur hægt að hella vatni og
froðuslími fram úr mörgum mæðiveiki-
ánum o. s. frv. Þá var þurramæðin ekki enn
þekkt hér sem sérstakur sjúkdómur, en
hefir þá augsýnilega verið að breyðast út
um aðal mæðiveikisvæðið.
í Hreppum í Árnessýslu er Borgfirska
mæðiveikin, en ekki þurramæðin svo vitað
sé. Sumir bændur telja að víða dragi fljótt
úr vanhöldum af völdum mæðiveikinnar
og fjárstofnar sýni mjög mikið misnæmi
gegn veikinni.
Hins vegar bendir reynslan á að Þing-
eyska mæðin sé erfiðari viðureignar og