Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 15
149
FREYR
hlutfallslega fátt fé er til, sem hefir mikinn
viðnámsþrótt gegn henni.
Sumir fjárglöggir bændur, sem töldu sig
eiga allhrausta stofna, ýmist einstaklinga
eða ákveðin kyn, gegn Borgfirzku mæði-
veikinni, segja að þingeyska mæðin drepi
af sumum þessara stofna að mun.
Samt er ekki hægt að draga aðra ályktun
af athugunum þeim, sem hér um ræðir, en
að nokkurt misnæmi sé til staðarí í fjár-
stofnunum fyrir báðum þessum sjúkdóm-
um.
Það að árlega síðustu 6 árin hefir drepist
mun færra fé prósentvís í Reykholtsdal og
Miðfirði úr mæðiveiki í C flokki en í B flokki
og þó sérstaklega í A flokki, getur varla
orsakazt af öðru en misnæmi fyrir þessum
sjúkdómum. Á engum þessara bæja er féð
á nokkurn hátt einangraó, það gengur
saman óhindrað öllum tímum árs, nema
yfir veturinn og lifir við mjög lík skilyrði
bæði hvað fóður og bithaga snertir,
Misnæmi fjárstofnanna, sem kemur í
ljós í þessum athugunum er það mikið að
það hefir verulegt hagfræðilegt gildi. Ár-
iegt viðhald ánna í A flokki í Reykholtsdal
er 12,8% meira að meðaltali síðustu 6
árin en ánna í C flokki, en í Miðfirðinum
nemur þesssi munur 17,4%. Þótt 20—25%
árlegt viðhald á ærstofni sé of hátt, þá er
þó mögulegt að búa við slíkt, en til lengdar
er ómögulegt að búa við 37% viðhald eða
meira.
Ef misnæmi gegn mæðiveiki er arfgengt,
þá er augljóst að viðnámsþróttur fjársins
á þeim bæjum, þar sem stofninn er mjög
næmur, getur ekki vaxið, nema með ræktun
og íblöndun hraustara fjár. Á mörgum
bæjum er engin einasta kind það hraust,
að hún nái fullum aldri, án þess að fá
mæðiveiki. Árlega eru aldar upp flestar
eða allar gimbrarnar undan þessum næmu
og veiku ám og hrútum af sama kyni.
Meðan það er gert getur ekki dregið úr
veikinni, sé viönámsþróttur gegn henni
arfgengur eiginleiki.
Eigi að verða nokkur von til þess að.
dragi úr veikinni án lækningar, þá verða
bændur að keppa að því að rækta og út-
breiða hraustasta féð. Slíkt er sein-
legt verk og mun í ýmsum tilfellum mis-
takast hvað eftir annað, því að engir fjár-
stofnar eru svo hraustir og hreinræktaðir,
að búast megi við því að allir einstaklingar
af þeim séu ónæmir fyrir mæðiveiki og
verði til kynbóta.
Á bæjum þár sem mæðiveikin drepur
árlega um 10% af ærstofninum, en mjög
óvíða drepur hún minna, eru 50—70% af
lömbunum, sem árlega fæðast, næm fyrir
mæðiveiki. Séu því keyptir hrútar af slíkum
stofnum, án þess að vitað sé um foreldra
þeirra má ganga út frá því að þrír af hverj-
um fimm þeirra séu það næmir að þeir
sýkist einhvern tíma af mæðiveiki. Séu
ættartölubækur haldnar og lömbin merkt,
þá má fá hlutfallslega fleiri einstaklinga
til kynbóta úr slíkum stofni, með því að
drepa öll hrútlömb, sem vitanlega eru kom-
in af næmum einstaklingum í hjörðinni.
Þótt þetta sé ekki glæsilegt, þá er það betra
en að ala upp hrúta af stofnum, þár sem
næstum hver einasti einstaklingur er næm-
ur, en svo má telja að sé, þar sem árlega
drepst 20% eða meira af ánum úr mæði-
veiki.
Bændur gera enn of lítið til þess að
auka viðnámsþrótt fjárins gegn mæðiveiki
með ræktun.
í Miðfirðinum hefi ég á undanförnum
árum sagt öllum bændum, sem ég hefi
komið til, að féð virtist nraustast á Bjargi,
Litla-Hvammi og Haugi. Þetta hefir haft
lítil áhrif. Ég man ekkj til þess að nokkur
maður í Miðfirði hafi fengið sér líflömb,
hrúta eða gimbrar á undanförnum árum