Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 5

Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 5
FREYR 303 bókari bankans, Haukur Þorleifsson, fyrst og fremst verið þessum mönnum til hjálp- ar og aðstoðar. — Teikningar af afgreiðslu- borði og húsgögnum, uppi og niðri, hefir hr. húsameistari Skarphéðinn Jóhannsson gert eða séð um að gerðar væru í Dan- mörku. Afgreiðsluborð og húsgögn, sem öll eru af vönduðustu gerð, eru smíðuð af mikilli vandvirkni og hagleik á húsgagna- vinnustofu Friðriks Þorsteinssonar. — Járnteikningar hefir gert hr. bæjarverk- fræðingur Bolli Thoroddsen. Raflagnir hefir teiknað hr. rafveitustjóri Valgarð Thoroddsen. Hitalögn hefir teiknað hr. Gísli Halldórsson, verkfræðingur. Hr. Þor- lákur Jónsson, rafvirkjameistari hefir séð um allar raflagnir og hr. Grímur Bjarna- son, pípulagningarmeistari um röralagn- ingar og uppsetningu hreinlætistækj a. — Málningu utanhúss og að innan á kjallara, fyrstu og aðra hæð hefir hr. málarameist- ari Jóhann Sigurðsson gert. En innanhús- málningu á þremur efri hæðum og rishæð hefir hr. Kjartan Karlsson, málarameistari og félagar hans gert. Yfirsmiður við tré- verk var Magnús Bergsteinsson. Dúkalagn- ingar annaðist Ágúst Markússon. Hús- gagnabólstrun annaðist Tryggvi Jónsson. Áklæði á húsgögn hefir frú Karólína Guðmundsdóttir ofið, en efni í það er frá Ullarverksm. Framtíðin. Veggskreytingu á austurvegg í afgreiðslusal hefir gert hr. myndhöggvari Sigurjón Ólafsson. Auk þessara manna, sem þegar eru taldir, hefir mikill fjöldi manna, innlendir og erlendir, unnið meira og minna við að koma upp þessu stóra húsi. Trésmiðir, húsgagnasmið- ir, múrarar, verkamenn og ýmsir fleiri, og yrði allt of langt að telja þá upp hér. — í fyrsta lagi vil ég þakka þremur hinum fyrst töldu: húsameistaranum, yfirsmiðnum og samverkamanni mínum, Hauki Þorleifs- syni, fyrir þeirra ágæta starf frá upphafi þessa húsmáls. Öllum öðrum, sem að þessu húsi hafa unnið, bæði þeim, sem ég hefi hér nefnt með nafni og hinum, sem ég

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.