Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 21

Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 21
FREYR 319 En heyskaparveðráttan var talin hag- stæð, svo að segja um allt land, allt til loka ágústmánaðar. Sunnanlands var grasvöxt- ur betri en annars staðar og þar var hey- skaparveðráttan svo góð, að með ein- dæmum þótti. Skipti þar mjög í annað horn en sumarið 1947, nú eitthvert hið bezta sumar til heyskapar er menn minn- ast, í fyrra hið lakasta „er komið hafði í 98 ár,“ sögðu fróðir menn og fjölkunnir. Var heyvinnu að mestu lokið sunnan- lands í ágústlok. Öðru máli var að gegna á landinu norðan- og einkum þó norð- austan. Sökum þess hve seint spratt, og af því að bændur eru liðfáir mjög víðast um sveitir, var mikið úti af heyjum í byrjun september og sumir hugðust slá eitthvað í viðbót. En eftir höfuðdag urðu veður válynd á þessum slóðum og það svo að um munaði. Þornaði ekki svo að nokkurt strá næðist með þolanlegri verk- un eftir það á Norðausturlandi, og þegar snjóa tók um göngur, var víða mikið úti af heyjum. Sumt af þeim var flutt sam- an síðar með engri verkun, en annað varð undir snjó, sem ekki tók, eða vatnsviðri haustsins skoluðu úr því öll verðmæti, svo að ekki þótti ómaksins vert að hirða hismið. Hversu mikið varð úti um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur, er ekki vitað, en sam- tals var það verulegt magn og talið er að fóður sé víða ónóg á þessum slóðum. Sunnanlands horfa bændur með meira öryggi fram á veturinn en oft fyrr, því að nú mun nóg og gott að gefa skepnum. ★ Uppskera af öðrum jarðargróðri er talin fram yfir vonir á kuldasvæðinu og sunn- anlands góð. Ekki er vitað um magn kar- taflna, sem fengust á þessu hausti, því að talning og skýrslugerð þarf að fara fram áður en það verði upplýst. En rófnaupp- skera fer minnkandi frá ári til árs, þar eð útbreiðslusvæði kálflugunnar verður stærra með hverju ári. Nú er hún um allt Suðurland að Fúlalæk, Borgarfjörð, Húna- vatnssýslu og Norðurland, allt austur í Mývatnssveit. Telja bændur sér ekki fært að segja henni stríð á hendur, sökum skorts á liðs- afla, og svo hafa menn almennt vantrú á lyfjum þeim, sem jurtadoktorarnir mæla með í baráttunni við þennan erkióvin allra jurta af krossblómaættinni. — Og þó, — ekki tekst henni að eyðileggja illgresi, sem tilheyrir þeirri ætt, máske af því að arfinn hefir ekki nógu næringarríkar ræt- ur til fæðu fyrir lirfu flugunnar. ★ Uppskera korns er áætluð í meðallagi á Sámsstöðum, bæði af byggi og höfrum: Færeyska byggið „Höjvigs sigurkorn“ virð- ist sýna þá yfirburði, sem áður hafa komið í ljós og er ástæða til að tengja hinar beztu vonir við ræktun þess hér í fram- tíðinni. Fjórar tegundir af grasfræi voru ræktaðar á Sámsstöðum í sumar, en um uppskerumagn verður ekkert fullyrt fyrr en þreskt hefir verið og hreinsað. 3rænfóðurræktun er allt of sjaldgæf, en uppskera grænfóðurs, einkum hafra, eða hafra og belgjurta, var góð hjá þeim fáu, sem hennar nutu. ★ Fjöldamargir bændur hafa nú öðlast súgþurrkunarútbúnað, sem komið hefir að góðu gagni á þurrviðrasvæðunum. Svo er sagt, að nú hafi einn bóndi af hverj- um 9 útbúnað þennan í hlöðum sínum. í ágúst og september voru settir upp 4 votheysturnar úr timbri, hinir fyrstu af þessu tagi hér á landi. Var efni í þá flutt hingað frá Svíþjóð.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.