Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 6

Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 6
304 FREYR hefi ekki nafngreint vil ég hér með færa þakkir fyrir vel unnin störf. Það er sjálfsagt svo með þetta hús ekki síður en önnur mannanna verk, að sitt- hvað má út á það setja. Sumum kann að finnast að ytra útlit þess hefði betur verið á annan veg. Öðrum að innanhúss fyrir- komulag hefði mátt vera með öðrum hætti. Að húsið sé óþarflega stórt, óþarflega í það borið. Að staðurinn sé ekki sá heppileg- asti, eða jafnvel að ekkert hús hefði átt að reisa. Ég skal taka það fram hér, að ég er fyrir mitt leyti mjög ánægður með þetta hús eins og það er. Ég tek líka fúslega á mig ábyrgðina á því hvernig það er. Að það er á þessum stað og yfirleitt að það var reist. Listrænn blær þess er að sjálfsögðu að þakka hinum þekkta og samvizkusama húsameistara hr. Gunnlaugi Halldórssyni. Húsið er vandað eins og bezt verður á kosið. Það stendur í miðri höfuðborg lands- ins, við tvær fjölförnustu aðalgötur henn- ar. Sumir kunna að segja, að í of mikið hafi verið ráðizt. Ég lít svo á, að Búnaðarbank- inn hafi haft ráð á að ráðast í þetta fyrir- tæki, og sé, engu síður eftir en áður, fjár- hagslega sterk stofnun. Ég á enga ósk betri til handa þeim at- vinnuvegi, sem sú stofnun er kennd við, sem ég hefi um langt skeið unnið fyrir, en þá, að forustumenn þessa atvinnuvegar, og raunar þjóðarinnar allrar, megi jafnan setja markið hátt með fullri djörfung og trausti á sterkan málstað, en þó svo, að fyrst og fremst sé gætt raunsæis og öryggis. Ég skal hreinskilnislega játa það, að það er ekki með öllu laust við að ég sé ofur- litið upp með mér af því að hafa átt drjúg- an þátt í því, að hér hefir stofnun, sem kennd er við ísl. landbúnað, eignast stórt og fallegt hús, sem á engan hátt ber keim minnimáttar. — Það gleður mig líka að geta hér í dag sýnt hæstvirtri ríkisstjórn, fulltrúum búnaðarins og annarra stétta, ásamt öðrum góðum gestum, sem hingað hafa komið í dag, þetta hús, sem er fyrst og fremst reist í þarfir elzta atvinnuvegar landsins, þess atvinnuvegar, sem varðveitt hefir í 1000 ár blómlega byggð í þessu landi. Menningu og sögu þjóðarinnar, tungu hennar og frelsi.“ Ræða Ilermaniis Jónassonar við opnun hinnar nýju 'byggingar Búnaðar bankans. Með byggingu þessa húss hefst að því leyti nýr þáttur í sögu Búnaðarbanka íslands, að hann starfar nú í eigin húsi. Fram til þessa hefir hann rekið alla starf- semi sína í leiguhúsnæði. Slíkt verður að teljast næsta ótryggt — og raunar alls ekki viðhlítandi — fyrir bankastofnun. Leigusamningurinn um húsnæði það, sem bankinn hefir starfað í undanfarið, rann út á síðasta ári. Það varð því ekki hjá því komist að reisa þetta hús. — Starfsemi Búnaðarbanka íslands hefir og aukizt næsta ört og þörf hans fyrir meira húsrúm farið vaxandi. — Saga þessarar stofnunar er fremur stutt, — því Búnaðarbankinn er lang- yngstur hinna þriggja íslenzku banka. Hinn 18. febrúar 1929 lagði þáverandi ríkisstjórn fyrir alþing frumvarp til laga um „Búnaðarbanka íslands'V Þáverandi forsætis- og atvinnumálaráðherra, Tryggvi Þórhallsson, fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Þetta frumvarp, sem var mjög vel undir- búið, var samþykkt með litlum breyting- um, sem lög nr. 31, 14. júní 1929 um Bún- aðarbanka íslands. — Bankinn tók til starfa 1. júlí 1930 og var þá til húsa í Arnarhvoli, — þar sem hann hafði rekstur sinn unz hann flutti

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.