Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 10
308
FREYR
hugsanavef B. B., en inntak hennar mætti
orða þannig: að fyrir hvert kg af þurr-
efni, sem flutt er burt af akri sem hey eða
jurtir, þá hverfi 1 kg af lífrænum efnum
og steinefnum úr moldinni. Kenning þessi
átti að skýra, hvernig jurtirnar nærðust,
en sagði að öðru leyti ekki ekkert um
humusinnihald jarðvegs.
Þá er það heldur ekki rétt, að B. B. telji
allan humusríkan jarðveg góðan. Hann
nefnir „nýræktartún án frj ómoldar," er til-
búinn áburður hafi „útpínt.“
Nýræktartún í slæmri rækt innihalda þó
tvímælalaust oft mikið af lífrænum efn-
um, sem yrðu að kallast „humus.“ En
samkv. B. B. er þetta ekki sá rétti „humus,"
ekki „frjómold."
G. M. myndi ef til vill segja, að tilbúinn
áburður hefði hér haft „skaðleg" áhrif, en
hann fullyrðir, að ekki tjái að mæla gegn
því að svo sé. En hvers konar „skaðleg" á-
hrif, Guðmundur Marteinsson? Maður
hefir tilhneigingu til að taka með nokk-
urri alvöru skoðunum verkfræðings á
náttúrufræðilegum efnum, enda þótt ekki
sé um að ræða sérgrein hans. En jafn-
framt verður að gera þá kröfu, að slíkur
maður geri a. m. k. tilraun til þess að
skýra það orsakasamhengi, sem er uppi-
staðan í boðskap hans.
Einu skýringar eða „rök“ G. M. eru
nokkur erlend „vitni,“ er hann kallar til
„stuðnings málstað Björns í Grafarholti,"
og verður vikið að þeim síðar. Af óljósum
ástæðum getur hann humuskenningarinn-
ar í sambandi við vitni sín. Mér þykir þó
ósennilegt, að skoðanir þeirra séu reistar á
grundvelli þessarar „kenningar." A. m. k.
eiga þau völ á gildari rökum.
ísland, Indland og Ohio.
Landbúnaður landanna er með ólíkum
hætti, og veldur loftslag mestu þar um.
Eðli og einkenni jarðvegs eru og að mjög
verulegu leyti háð loftslaginu.
Vegna örari rotnunar er innihald jarð-
vegs af lífrænum efnum að öðru jöfnu
minna eftir því sem lofthiti er meiri. Með-
ferð og notkun jarðvegsins hefir og mikil
áhrif á eðlisástand hans og innihald af líf-
rænum efnum. Tíð vinnsla (plæging og
herfing) örvar rotnun, og vissar jurtateg-
undir eru nærgöngulli en aðrar. —
Hinn lífræni hluti jarðvegsins er mjög
dýrmætur fjársjóður. Þessi deild geymir að
kalla allt köfnunarefni hans, er losnar
smám saman úr læðingi við rotnun. Hún
bætir ennfremur eðlisástand jarðvegsins.
Hann verður auðveldari í vinnslu og það
loftar betur um hann. Hann heldur betur
raka og næringarefnum og berst síður burt
með vatni eða vindi. Þetta — en ekki
„humuskenningin" — eru í stórum drátt-
um aðalskýringarnar á mikilvægi hins líf-
ræna hluta jarðvegsins.
Á Indlandi er hlýtt, rotnun ör og rán-
yrkja auðveld. Með illri meðferð má á til-
tölulega skömmum tíma „brenna" að
mestu hinum lífrænu efnasamböndum
jarðvegsins. Köfnunarefnisforði hans
þverr, eðlisástandi hans er spillt og upp-
skera verður rýr. Álíka rányrkja er einnig
auðveld í Ohio í Bandaríkjunum og vel
framkvæmanleg í Englandi, enda þótt
náttúran veiti þar harðara viðnám.
í þessum umhverfum hafa vitni G. M., —
einn vísindamaður, eitt skáld og einn
bóndi, — starfað og eflaust séð, að sum-
staðar stefndi í óefni.
Ein helgasta skylda hverrar kynslóðar
er að viðhalda frjósemi jarðar fyrir kom-
andi ættliði. Á hverjum stað er unnið að
því, að finna ræktunaraðferðir, sem jafn-
framt því að keppa að þessu takmarki,