Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 18

Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 18
316 FREYR FJARSKIPTI í Skagafirði og Eyjafirði Laugardaginn 9. okt. var fundur haldinn á Akureyri til þess að ræða um væntanleg fjárskipti, á svæðinu frá Héraðsvötnum að varnargirðingingu í Eyjafirði, sem fram- kvæmd skulu haustið 1949. Á fundinum mættu 56 fulltrúar úr öll- um hreppum fjárskiptasvæðisins ásamt Siglufirði og Ólafsfirði og auk þess sýslu- menn beggja sýslna og framkvæmdastjóri sauðf j ársj úkdómanef ndar. Var fj árskiptamálið athugað ítarlega frá ýmsum hliðum; einkum var rækilega rætt um smitunarhættu og hvort ákveðnir hlut- ar svæðisins skyldu sauðlausir vera um eins árs skeið. Garnaveiki er all útbreidd í ýmsum hreppum svæðis þessa. Á fundin- um var kosin 5 manna framkvæmdastjórn og 3ja manna kjörstjórn til þess að sjá um atkvæðagreiðslu um hvort fjárskiptin skuli fara fram eða eigi. Sé hún fram- kvæmd fyrir nóvemberlok. Eftirfarandi reglugerð var samþykkt varðandi málið og athafnir við undirbúning fjárskipta. FRUMVARP til samþyJcJctar um fjárskipti á svæðinu milli Héraðsvatna og varnargirðinganna í Eyjafirði, samkvœmt lögum frá 9. maí 1947. 1. gr. Svæði það, sem samþykkt þessi nær til er: (hreppar og hreppshlutar) Holts-, Haganes-, Fells-, Hofs-, Hofsós-, Hóla-, Viðvíkur- og Akrahreppur í Skagafjarðar- sýslu, Saurbæjarhreppur og tveir bæir úr Öngulstaðarhreppi og 4 úr Hrafnagils- hreppi framan girðingar, Glæsibæjar- hreppur norðan varnargirðingar, Öxna- dals-, Skriðu-, Arnarnes-, Árskógs-, Svarf- aðardals-, Dalvíkur- og Hríseyjarhreppur í Eyjafjarðarsýslu, lögsagnarumdæmi Ólafs- fjarðar og lögsagnarumdæmi Siglufjarðar. 2. gr. Útrýming alls sauðfjár og geitfjár á þessu svæði skal fara fram haustið 1949, en annars svo fljótt, sem við verður komið. Svæðið skal vera sauðlaust eitt ár. Þó skal sauðfjársjúkdómanefnd og framkvæmda- nefnd fjárskiptanna á svæðinu heimilt, að undangenginni ítarlegri rannsókn, að draga um eitt ár slátrun á þeim svæðum, sem sannað verður, að mæðiveiki eða garnaveiki hefir ekki orðið vart, eða taka þar inn nýjan fjárstofn sama haust og niðurskurður fer fram. 3. gr. Fulltrúaráð fjárskiptanna skipa 57 menn, eða 3 fyrir hvern hrepp og bæjarfé- lag, skv. 25. gr. laganna, og jafnmargir til vara. — Framkvæmdanefnd skipa 5 menn, og aðrir 5 til vara, kosnir af fulltrúaráði. 4. gr. Aðalstörf fjárskiptanefndar eru: Að sjá um fullkomna eyðingu hins gamla fjár- stofns á sem hagfelldastan hátt. Að sjá um að einangrun svæðisins sé tryggð eftir þörfum. Að beita sér fyrir kaupum á ó- sýktu fé inn á svæðið, fyrst og fremst frá Vestfjörðum, og sjá yfirleitt um að allar framkvæmdir séu í sem beztu lagi og í samræmi við gildandi lög og fyrirmæli 5. gr. Sameiginlegum kostnaði, sem tilheyrir fjárkaupunum og ekki greiðist úr ríkis- sjóði (ríkissjóður greiðir flutningskostnað lamba), skal jafna niður á innkeypt fé. Annarr kostnaður skiptist niður á hrepp- ana og bæjarfélögin í hlutfalli við bóta- skylda fjártölu þeirra. 6. gr. Fjárskiptanefnd skal starfa að málefn- um fjárskiptasvæðisins í samráði við Sauð- fjársjúkdómanefnd og framkvæmdastjóra hennar. Auk þess skal framkvæmdanefnd beita áhrifum sínum til aukinna tekju- möguleika fyrir þá bændur, sem ekki hafa aðstöðu til mjólkursölu, eða annarar tekju- öflunar, t. d. með því, að hlutast til um, að þeir við fjárskiptin fái hlutfallslega fleiri líflömb, og á annan hátt, eftir þvi sem fært þykir. Þannig samþykkt á fulltrúafundi fjár- skiptasvæðisins með 41 atkvæði gegn 7.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.