Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 16

Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 16
314 FREYR Þá lýsti próf. Virtanen nokkuð hinum köfnunarefnisbindandi gerlum, og á hvern hátt rótarhnúðarnir myndast: Gerlateg- undir þær, sem eru að verki í rótarhnúð- um belgjurtanna, eru af ættkvíslinni Rhizobium. Hver gerlategund myndar hnúða aðeins á vissum tegundum belg- jurta, en ekki á öðrum. T. d. lifir ein teg- und á smára, önnur á ertum, þriðja á lú- pínum o. s. frv. Finnast þessar gerlateg- undir í moldinni, þar sem viðkomandi belg- jurtategundir vaxa. Gerlarnir eru staflaga þegar þeir lifa í moldinni, en oft grein- óttir þegar þeir lifa í hnúðunum. Gerlarnir komast inn í rætur belgjurt- anna í gegnum rótarhárin.Á rótarhárunum er frumuveggurinn mjög þunnur, og brjót- ast gerlarnir í gegnum hann með hjálp gerhvata, sem leysir upp sellulósa. Vaxa þeir svo áfram inn í vefinn fyrir innan, eins og hverjir aðrir sníglar, til þess að leita sér næringar. En plantan snýst til varnar gegn þessum óboðnu gestum. Frumurnar umhverfis þá taka að skipta sér og nýr vef- ur myndast. Er ræningjunum þannig þok- að út að yfirborðinu og út úr rótinni, og myndast við það hnúðarnir. Gerlarnir eru lokaðir inni í hnúðunum, og lifir plantan af köfnunarefnissamböndunum, sem þeir mynda úr köfnunarefni loftsins. Eru gerl- arnir þar með orðnir gistivinir plöntunn- ar, þó að þeir hafi upphaflega komið í ó- friðsamlegum tilgangi. Próf. Virtanen gerði nú nokkra grein fyrir sínum eigin rannsóknum á köfnunar- efnisvinnslu belgjurtanna. Það er ekki ör- uggt, að vinnsla köfnunarefnis úr loftinu eigi sér stað hjá belgjurtunum, þó að hnúðar séu á rótum þeirra. Virtanen hefir sannað það, að köfnunarefnisvinnsla fer því aðeins fram í rótahnúðunum, að í þeim sé sérstakt rautt litarefni. Litarefni þetta er nokkuð líkt litarefni blóðsins (hæ- moglobin), inniheldur t. d. jafnmikið af járni. Hefir Virtanen nefnt það „leghæmo- globin“ (leg — stytt úr Leguminosae = belgjurtir). Rótarhnúðar, sem ekki hafa þetta litarefni, eru grænir og alveg gagns- lausir. Virtanen hefir rannsakað nákvæm- lega efnaskipti þau, sem eiga sér stað við köfnunarefnisvinnsluna í hnúðunum, og eru þau mjög margbrotin, eins og flest þau efnaskipti, sem fara fram í lifandi frumum. Köfnunarefnissamböndin, sem myndast í rótarhnúðum belgjurtanna verða að gagni, ekki aðeins plöntunni,sem ber hnúð- ana, heldur líka nágrannaplöntunum. Nokkuð af köfnunarefnissamböndum síast út úr hnúðunum, gamlir hnúðar falla af o. s. frv., og verður þetta til þess að auðga jarðveginn að köfnunarefni. Það er löngu kunnugt, að alls konar fóðurgrös (plöntur af grasaættinni) vaxa miklu betur innan um belgjurtir, en einar sér, í sama jarðvegi. (Smárablettirnir, sem flestir kannast við í túnunum hér, eru glöggt dæmi um þetta). f þessu sambandi minntist Virtanen á til- raunir Ólafs Jónssonar á Akureyri. Magn það af köfnunarefni, sem hægt er að vinna úr loftinu með hjálp belgjurt- anna, er ótrúlega mikið. Sjálfur sagðist Virtanen hafa 38 hektara lands í rækt, og reiknast honum til, að belgjurtirnar hans afli þar árlega allt að 50 kg. af köfnunar- efni pr. hektar, en það samsvarar nær 300 kg af Noregs-saltpétri. En þetta hreint ekki svo lítil áburðarverksmiðja, sem Virtanen hefir í túninu sínu. Próf. Virtanen vék að lokum að skógrækt- inni og sérstaklega að trjátegund þeirri, sem nefnd er elrir. Á rótum þess trés eru hnúðar með köfnunarefnisbindandi gerl- um. Hefir Virtanen rannsakað köfnunar- efnisvinnslu og vöxt elrisins. Hann hefir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.