Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1949, Side 7

Freyr - 01.01.1949, Side 7
REYKJAVÍK, JANÚAR 1949 P Avamói Straumur tíman stöðvast eigi. Um hver áramót staldra menn við, til þess að gera sér grein fyrir þvi, er að baki liggur og svo viðhorfum þeim, sem í framsýn eru. Á sviði landbúnaðarins hefir árið 1948 leiJcið ýmsa grátt, en aðrir hafa minn- ingar margra ágœta og góðan arð af erfiði sinu, að því liðnu. Hvort sem vel eða illa hefir gengið þá mun það hafa verið sameiginlegt fyrir alla búendur, að þeir hafa orðið að leggja á sig erfiði til hins ýtrasta og húsmœður sveitanna hafa enn orðið að fara sumra þeirra þœginda á mis, sem kynsystur þeirra í bœjunum hafa hlotið. B œndur o g húsfreyjur biða enn eftir rafmagninu, sem á a ð v erma o g lý s a hibýli íslenzkr a s v eit a . Það er von, að fólkið í strjálbýlinu, sem á við svo margar andstœður að etja, horfi með eftirvœntingu eftir þeim hjálparmeðulum, sem von er á og létta tilver- una i islenzkri sveit. Nœgjusemi hefir löngum verið einkenni þess, sem jörð yrkir og þolinmœði er einn af sterkustu þáttum í fari hans. Þótt þessar dyggðir bresti stöku sinnum mun hitt þó algengara, að líkamlegu þreki og þoli sé ofboðið og þessvegna gefist þeir upp, sem hvarfla verða nauðugir frá œttleifð og yrkju jarðar. Mœttu mannlegar dyggðir þróast, sem aldrei fyrr, og mörg höw falla í skaut bœnda og húsfreyja á ári því, sem nú er að hefjast. Þá eflist djörfung og þrek til þess að glíma við andstœðurnar og sigra þœr. Sigursœlt nýtt ár!

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.