Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1949, Page 10

Freyr - 01.01.1949, Page 10
4 FREYR Ef ræktaðir eru hafrar, og notaður er tilbúinn áburður eingöngu, þarf, auk kalís og fósfórsýru, 200—250 kg. ammoníaksalt- pétur á ha. til þess að ná sama þunga af hafragrasi, og belgjurtahafragrænfóður getur gefið, án þess að nota nema lítið eitt af köfnunarefnisáburði. Hvað þarf grœnfóðurlandið að vera stórt? Gerum ráð fyrir því, að bóndi hafi 10 kýr og þurfi uppbótarfóður handa þeim frá 20. ágúst til 10. okt. eða í 50 daga að meðaltali, ætti 25 kg. af grænfóðri, ertum og höfrum til samans, að vera nægilegt fóður með háarbeit pr. kú. Þarf þá 250 kg. á dag eða alls 12500 kg. af grasþurru fóðri í 50 daga. Miðað við nr. 3 í tilrauninni hér að framan þyrfti rúmlega 1 dagsl. til að bæta upp háarbeitina, en þetta getur fengist upp af 40 kg. hafraútsæði og 50 kg. af Herofóðurertum. Víða er grænfóðrið gefið inni og fer tölu- verð vinna í fóðrun með því, einkum þeg- ar það er slegið i rigningu og gefið blautt, enda étzt það verr og fer þá oft mikið til spillis. Ég hefi nú í nokkur ár gefið græn- fóður úti á túni, og reynist það betur, sér- staklega er útigjöf betri ef fóðrið er regn- blautt eins og oft vill verða á haustin. Þó að grænfóðrið sé blautt étzt það ágætlega, gefið úti á hreinu túni, en verr í fjósstalli. Bezt er að slá grænfóðrið rétt áður en það er gefið, láta það í smá-gisstæðar hrúgur á hreint tún og á bersvæði, en ekki meðfram girðingum. Kýrnar þurfa að geta gengið frjálst að hverri hrúgu án þess að troða mikið á fóðrinu eða óhreinka það á annan hátt. Með útigjöf grænfóðursins sparast töluverð vinna, og reynslan hjá mér hefir sýnt, að það er hagkvæmasta aðferðin til þess að láta það koma að sem beztum notum, þar eð þarna þarf ekkert af fóðrinu að fara til spillis ef rétt gjaf- lag er viðhaft. Vel má rækta belgjurtahafragrænfóður 2—3 ár á sama blettinum og nota þá til- búinn áburð til þess að forðast illgresi. Ekki þarf að smita erturnar, eða flækju- fræ, nema fyrsta árið sem það er ræktað í landinu, því að telja má víst, að ef smitun tekst, þá lifi bakterían í jarðveginum næsta ár og úr því ef ræktað er þar lengur. Ef nýtt land er tekið, þá verður að smita belgjurtafræið fyrsta árið til öryggis. Það sem vinnst með því að breyta til um grænfóðurrækt frá höfrum eingöngu til ertuhafra, er: 1. Við endurtekna ræktun belgjurta- grænfóðurs auðgast jarðvegurinn af köfn- unarefnissamböndum jafnhliða og fóðrið er bæði steinefna- og eggjahvítuauðugra en hafrar einir. 2. Við belgjurtaræktina sparast köfnun- arefnisáburður sem svarar 300—350 kg kalksaltpétur á ha, miðað við það að rækta hafra eingöngu. 3. Hafra- ertugrasið, á hæfilegu þroska- stigi, gefur hollara og betra fóður til mjólk- urframleiðslu en grænir hafrar eða fóður- bætir geta veitt. Það ætti því að vera aug- ljóst að það er belgj urtahafragrænfóður- rækt, sem koma þarf alls staðar þar sem mjólkurframleiðsla er um hönd höfð. Útvegun útsœðis og bakteríusmits á belgjurtafrœið. í stað þess að láta eingöngu hafra vera á boðstólum til grænfóðurræktar, þurfa verzlanir bændanna að sjá þeim fyrir nægu útsæði, af fóðurertum og flækjuteg- undum allt að 50—60% af útsæði því, er þarf í hvern ha. Mætti því minnka inn- flutning hafrakorns um fullan helming en flytja inn í þess stað fræ af einærum belg- jurtum, ertum og flækjum, svo og jafn- hliða smit á fræið. Ertufræið og annað belgjurtafræ, er allt að % dýrara en hafrakorn, en þó að það kosti meira í innkaupi, mun margborga sig að nota það í stað hafra eingöngu, eins og að framan hefir verið lýst. Kaupfélög landsins geta haft skjót áhrif á þetta mál, og breytt grænfóðurrækt bænda til stór bóta fyrir framleiðslu þeirra með því að hafa á hverju vori á boðstólum ertu- og flækjufræ, ásamt viðeigandi smiti á fræið, svo og leiðarvísi um ræktun þess og notkun. Með bættri grænfóðurrækt má bæta síð-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.