Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1949, Qupperneq 11

Freyr - 01.01.1949, Qupperneq 11
FREYR 5 MET-SKEPNA Við tilraunastofnunina dönsku, ,.Land- ökonomisk Forsögslaboratorium," hafa ver- ið gerðar tilraunir með met-kýr á undan- förnum árum. Á meðal þeirra má nefna Þá, sem mestar afurðir hefir gefið á einu ári, en það var kýr nr. 187 á Stensbygárd, hjá Reimann góðseiganda. Mjaltaskeiðið var 365 dagar og á því tímabili gaf kýrin 11.682 kg mjólk með 4,63% fitu eða 541,88 kg smjörfitu. Kýrin vegur 737 kg. Dagsnyt hennar var hæst 49 kg á dag, en það var 122 dög- um eftir burð, og þá var dagsgjöfin: 28 kg sykurrófur, 3 kg hey, 12 kg vothey og 17 kg kraftfóður. Málnyta var vegin alla daga, svo og fóður, en fitumagn mjólkurinnar og gildi fóðursins var rannsakað af efnarann- sóknastofu tilraunastofnunarinnar og all- ar vigtir framkvæmdar af aðstoðarmanni stofnunarinnar, sem dvaldi á staðnum. Rauða danska kýrin er nú, eftir áratuga ræktun, ágætis afurðaskepna, sem gefur, á öllum stöðum, þar sem rækt er við hana lögð, milli 4—5% fitu. Kýr þær, sem kom- ast í ættbók, vega um 650 kg að meðaltali, en hjá bændum almennt vega þær 525— 550 kg. Kúakyn þetta hefir verið flutt til ann- arra landa, svo sem U. S. A., Rússlands, Brasilíu, Ecuador, Ítalíu, Grikklands, Pól- lands, Þýzkalands, Estlands, Letlands og Litauen. L. Hansen Larsen. „Rauðar danskar“ kýr. A sýningum er þeim raðað þannig, til þess að geta gert samanburð á líkams- byggingu, júgurstœrð og lögun, jótstöðu og jleiru. sumarfóðrun kúnna almennt, að miklum mun frá því sem nú er, og minnka til muna innkaup á erlendum fóðurbæti þann tíma sem það er gefið. Hver sá, sem framleiðir mjólk, þarf að sjá fyrir ódýrri fóðrun kúnna á haustin, en það verður hægt með vel framkvæmdri haf rabelgj urtarækt. Sámsstöðum, 8. nóv. 1948. Klemenz Kr. Kristjánsson.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.