Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1949, Síða 15

Freyr - 01.01.1949, Síða 15
FREYR 9 ferðar, og hinn hagsýni bóndi mun bjarg- ast fyrst um sinn eins og að undanförnu. Aðalatriðið virðist mér vera hagfræði- !ega hliðin, sem veit að notkun kúa sem dráttardýra nýbýlanna. Nýbýlareksturinn verður að snúa sér Weð enn meiri ákefð að akuryrkjunni sjálfri og aukningu framleiðslu hennar. Rækt landsins verður að aukast. Hin há- væra krafa tímans er að breyta nýbýla- landi okkar í akurlendi. Aðeins á þann hátt er hámarksræktun möguleg, en hún er næsta þýðingarmikil fyrir þjóðarbú- skapinn og einstaklingsreksturinn. Við hámarksræktun mun kýrin ekki vera hentugasta dráttardýr bóndans. Smáhest- urinn er lidugri, fótvissari og fyrst og fremst léttari i vöfum. Við hámarksframleiðslu skapast tölu- verður afgangsafrakstur, sem flytja verður oftast um alllangan veg til járnbrautar eða borgar. Við skulum hugleiða, hve mörg nýbýla- þorp eru orðin til úr gömlum óðalssetrum °g hafa tekið að erfðum frá þeim fjar- Isegðirnar til hlutaðeigandi héraðsborga, án þess þau hafi jafnframt erft áhöld óðalssetranna og flutningatæki til að sigr- ast á þessum fjarlægðum. Við skulum enn- fremur hugleiða, hversu mjög þorp þessi hafa stækkað við komu flóttamanna, iðn- aðarmanna og verzlunarmanna. Mætti þá verða ljóst, hversu mikið flutningavanda- hfál hefir skapazt, og eins hitt, að það verður ekki leyst með vélknúnum farar- tækjum í náinni framtíð. Einnig í þessu tilliti munu smáhestarnir verða ómissandi hjálparhellur. í öðru hefti tímaritsins „Þýzk bænda- tsekni“ birtist fyrir skömmu mjög athygl- isverð grein eftir Jeremias Taube um dráttarkýr. Taube lýsir þar hagstæðri þró- un fjögurra smábýla, 9,5 ha. að stærð á góðu landi í héruðunum umhverfis Greifs- wald, sem síðan 1935 vinna eingöngu með kúm. Býlin liggja 10 km. frá borginni. Taube tekur þá afstöðu til flutningavanda- málsins, sem sjá má hér á eftir: „Sé búskapurinn rekinn aðeins með kúm, verður krafan um sem „ódýrasta“ flutn- inga, frá býli til járnbrautar eða borgar, aðkallandi. Bændurnir fjórir, sem hér er rætt um, höfðu með sér samvinnufélag og gerðu síðan samning við flutningafyrir- tæki í borginni, en með honum skuldbatt fyrirtækið sig til að færa bændunum nauð synjar þeirra (t. d. tilbúinn áburð, útsæði o. fl.) og að flytja alla framleiðslu þeirra á markað. (Ekki þurfti að flytja mjólk- ina nema 200 m. að mjólkurbílunum)“. Óþarft er að fjölyrða um, að ekki er enn möguleiki á slíkri samvinnu um flutningana. En einnig hefir vegánetið, sem mjólkurbílarnir ganga á, minkað verulega, svo að mjólkurvagnar bænda verða enn um langan tíma að fara dag- lega 10-15 km. leið að næsta mjólkurbúi. Það liggur í augum uppi, að kýr eru ekki hentug dráttartæki fyrir þessa vagna og að hægt væri að nota smáhesta í þeirra stað. Grein Taube er einnig athyglisverð að öðru leyti. Hún leiðir í ljós, að ekki má nota hverja kú meir en 4 klukkustundir á dag til dráttar, og hún lýsir æskilegustu stærð búanna: „Á nýbýlum, sem rekin eru með dráttar- kúm, verður að hafa að minnsta kosti fjór- ar kýr og nægilegt og gott fóður yfir allt árið, svo að skipta megi nægilega oft um dráttardýrin.“ Hámarksstærð búa, sem einvörðungu nota dráttarkýr, telur hann 12-13 ha., því að stærri bú mundu útheimta aðkeypt an vinnukraft. Býli þau, sem Taube lýsir,

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.