Freyr - 01.01.1949, Síða 16
10
FREYR
hafa hvert um sig 6 kýr. sem mjólkuðu
á ári (1938/39) 3000 kg. hver, og höfðu þær
fengið 7,6 vættir úrgangskorns og 3,2
vættir kraftfóðurs, — sem sagt eggjahvítu
ríkar fóðurtegundir.
Þótt því sé sleppt, að 5-8 ha býli eru
ekki alltaf fær um að fóðra fjórar drátt-
arhæfar kýr, og yrði því við daglanga
dráttarvinnu að fá hjá grannanum drátt-
arkýr til skipta, virðist mér 7,6 vætta gjöf
af úrgangskorni á hverja kú of há. Sé
gerður fóðursamanburður, verður sam-
kvæmt orðum Taube að hafa minnst
fjórar dráttarkýr á býli, það þýðir sam-
kvæmt sömu upplýsingum 30,4 vættir úr-
gangskorns á ári. Hefði maður á slíku
býli tvo röska smáhesta, þurfa þeir báðir
ekki nema 22 vættir úrgangskoms og
hafra á ári, þótt vel sé gefið. Hagnaðurinn
væri sparnaður á 8,4 vættum úrgangs-
korns og möguleikinn til að annast alla
flutninga til og frá járnbrautarlínu með
heimafengnu, dráttarafli og eins til að
hafa afgangs dráttarafl til hjálpar grönn
um, eða þá til flutninga fyrir gjald. Ekki
yrði maður þá upp á grannana kominn
með dráttarafl, og heimafenginn áburður
mundi aukast að mun. Nythæð kúnna,
sem þá væru leystar undan allri dráttar-
vinnu, mundi áreiðanlega vaxa upp úr
3000 kg með 3.2 vætta kraftfóðurgjöf
(eggjahvíturíks fóðurs), þar eð spörun úr-
gangskorns hefir ekki veruleg áhrif á nyt-
hæðina. Þar að auki verður að vísu að
sjá dráttarhestunum fyrir nægilegu græn-
gresisfóðri og heyi.
Útkoman yrði enn betri, ef aðeins einn
smáhestur væri hafður á hverju býli;
kraftfóðurþörf hans má áætla 11 vættir
á ári. Með smáhesti nágrannans er eykið
algerlega fært um að fullnægja allri drátt
arþörf tveggja nýbýla, sem eru allt að
því 5 ha stór, og jafnvel 5-8 ha stór, ef
fengin væri nokkur aðstoð dráttarvéla
samvinnufélaga. Aðdrætti og flutninga
alla gætu þessi býli annast hj álparlaust.
Hér er ekki meiningin að gera lítið úr
athugunum Taube. Sjálfur veit ég af eig-
in reynslu með smáhesta, að reikningar og
svona samanburður standast ekki ætíð
dóm reynslunnar, af því að eitt hentar
ekki öllum. Skýrsla Taube styðst við
reynslu stríðsáranna, er slíkar kraftfóður-
gjafir voru mögulegar. Við þau skilyrði,
sem nú eru fyrir hendi, mundu þessir
bændur geta komizt af með minni kraft-
fóðurgjafir, ef þeir — en það gera þeir
því miður ekki lengur margir hverjir —
hefðu notað dráttarkýr áfram í búskapn-
um í stað hesta. Ég vil einungis vara við
því, að mælt sé svo einhliða með dráttar-
kúnum, að gildi smáhestsins sé vanmetið.
í grein um dverghestarækt (pony), sem
birtist í tímaritinu „Þýzk kvikfjárrækt",
skrifaði ég 1937 þetta:
„Reyna verður með sérstökum prófum
hæfileika dverghestanna, og flokka verður
þá eftir þeim, og það verður að safna
reynslu á því, hvar þýzkræktaðir dverg-
hestar verða notaðir á hentugastan hátt.
Taka verður nákvæmlega tillit til bú-
stærðanna, er ákveðið skal hæfilegt hesta
hald (hér má ekki gleyma því, að dráttar-
kýr hafa mikla þýðingu í þessu sam-
bandi), og eins skiptir hér miklu máli,
að reiknað sé út hlutfallið milli hlutdeild-
ar hafraekrunnar í smábúskapnum og
fóðurþurftar og afkasta dverghestanna,
svo og hitt, að þeim sé haganlega raðað
niður eftir stærð búanna".
Og ennfremur:
„Yfirleitt virðist bygging hrossakynþátt-
anna, sem í átthögum sínum eru aldir
upp við hagabeit að mestu, auðvelda mjög