Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1949, Qupperneq 17

Freyr - 01.01.1949, Qupperneq 17
FREYR 11 notkun heys og annarra slíkra fóðurteg- unda, og einnig virðist þessi bygging hest anna stuðla að því að gera þá óháða kraftfóðurgj öfum þrátt fyrir mikla notk- nn. Er dæmt er um byggingu þessara kynja, er oft talað um „heyvambir", sem i raun og veru eru fyrir hendi í miklu fíkara mæli en hjá okkar innlendu kynj- um“. Nú, eftir 10 ára hagnýta reynslu, tel ég varfærnislega komizt að orði, er ég held Þeirri skoðun fram, að mögulegt sé að halda smáhesta á 5—8 ha nýbýlum. Mér virðist aðkallandi að komizt verði sem fyrst að vísindalegum niðurstöðum nm fóðurtegundir, fóðurmagn og fóður- nýtingu og hlutfall alls þessa og afkasta smáhestanna. Því miður er næstum því enginn not- hæfur efniviður til um þetta, og við verð- um að komast að mestu leyti af með ó- fullkomnar heimildir einstakra hrossa- ræktarmanna. Eftirfarandi upplýsingar varðandi vinnu- afköst eru teknar úr prentuðum bæklingi, sem kom út í Reykjavík: Bandmál: 130-140 cm. Þungi: 300-400 kg. Plægingarvinna: 2 smáhestar 4-5 klukku stundir; hér er átt við plægingar á fram- ræstu, grasivöxnu mýrlendi, með 24 cm. breiðum og 16 cm. þykkum plógstreng við 225-334 kg. dráttarmótstöðu. Fóðurskömmtunin á stríðsárunum gerði ráð fyrir 0,75-1,5 kg. daglegum kraftfóð- gjöfum — eftir styrkleika fóðursins. Undir venjulegum kringum stæðum álít ég 1,5 kg. daglega gjöf af höfrum nauð- synlega, til þess að smáhestinum verði haldið fyllilega starfhæfum og heilbrigð- um. Mín eigin reynsla af Shetland-dverg- hestum og kynblendingum af þeim og is- lenzkum smáhestum er sú, að þeir gefa einnig ágæt vinnuafköst á sumrin, enda þótt þeir fái ekki annað fóður en haga- beit á nóttum, og svo er líka hægt að gefa á vetrum nær eingöngu saxaðar róf- ur saman við klíð, hafragras blandað smáraheyi og syrju með söxuðu heyi. Af því, sem sagt hefir verið, er þolið, þrautsegjan og hið mikla mótstöðuafl gegn sjúkdómum, einkum kláða, og hin öra fjölgun smáhestanna, athyglisverðust. Þessi reynsla er meir en 14 ára gömul og fengin við örðugustu skilyrði á 18 ha-jörð um, stundum við frumstæðustu dráttar- skilyrði og lélega vagna, við notkun venju- Iegra akuryrkjuáhalda og óhagstæðar vegalengdir (12-14 km. venjulega malar- vegur) til járnbrautar og borgar. Af þessu ætti að vera ljóst, hversu nauð- synlegt er að gera nákvæmar rannsóknir, sem mér finnst eiga að beinast í þessa átt: 1. Tilraunir og skýrslugerð varðandi fóðurnotkun við hin ýmsu vinnuafköst og um dráttarnotkun smáhesta. 2. Fóðurtilraunir með ýmsar fóðurteg- undir með það mark fyrir augum að spara kraftfóður og að ákveða hag- felldar fóðurreglur fyrir smáhesta. 3. Komið sé upp hentugum afkastapróf- um í nánu sambandi við hagnýta notkun smáhesta. 4. Komið verði upp og þrautreynd sér- stök landbúnaðaráhöld og farartæki fyrir smáhesta í samvinnu við tilsjón- arnefnd með tækni í landbúnaðinum. Annars er það eftirtektarvert, ef c.I:oð- aðar eru hagskýrslur frá 3.6. 1946 og frá 3.12 1946 um hrossaeign, að tala stórhesta hefir lækkað um fáa hundraðshluta, en smáhestatalan hefir hækkað um allt að því 50%. Hundraðstala þessarar aukning- ar er of há, og sú ályktun virðist réttmæt,

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.