Freyr - 01.01.1949, Page 18
12
PREYR
að hér sé sennilega einkum að ræða um
flutning milli flokkanna: stórhestar-smá-
hestar vegna nákvæmari mælinga og flokk
unar hestastofnanna, sem fyrir hendi eru,
en það er bein afleiðing aukinnar þekking-
ar. Að öðrum kosti liggur nærri að álykta,
að hrossadauða hafi gætt miklu minna
meðal smáhestanna, þar eð þeir hafa þol-
að miklu betur það misræmi milli hirðing-
ar, fóðurs og vinnuafkasta, sem nú ríkir.
Möguleikar á að dæma um þetta gefast
ekki fyrr en með næstu hagskýrslum.
Notkun smáhesta 1 iðnaðinum ætti að
fara vaxandi, þar sem hægt væri að skipta
á þeim og hárri hundraðstölu stórhesta,
því að dráttarafl hinna síðar nefndu nýt-
ist alls ekki til fulls. Vegna viðbragðs-
snerpu sinnar, endingargóðra hófa og
nægju sinnar, hvað snertir fóður og hirð-
ingu, er smáhesturinn mjög hentugur
borgarhestur. Aukin notkun hans í bæj-
unum mundi leiða af sér mikinn sparnað
á fóðri.
Þegar ég held þvi fram, að hægt sé að
nota smáhestinn 1 smábúskapnum við
ríkjandi rekstrarskilyrði, er mér ríkt í
huga, að minnka megi akurlendi til rækt-
unar fóðurjurta með því að stórhestar í
meðal- og jafnvel stórbúrekstri á rýrum
jarðvegi víki að miklu leyti fyrir smáhest-
um. Ekki má gleyma þvi, að þýzku stór-
hestahestakynin okkar er árangur langrar
ræktar og að afköst þeirra verður að miða
við fóðurþörf þeirra. Hins vegar eru smá-
hestarnir dæmi um upprunaleg, þurfta-
lítil sveitahrossakyn, ef ekki sumstaðar
um sjálfan villihestinn. Við þekkjum að-
eins fá hreinræktuð kyn þeirra á meðal
og erum vanir því að meta meðalgerð smá-
hestanna sem harðgerðan, þrautseigan
frumhest, vanan frumstæðri hirðingu og
frumstæðum skilyrðum.
Tilraunir þær og rannsóknir, sem hér
hefir verið drepið á, gætu leitt til óvæntra
niðurstaðna og þýðingarríkra fyrir hag-
nýtan búrekstur, niðurstaðna um víxlá-
hrif hirðingar, fóðurneyzlu og vinnuaf-
kasta.
IV.
Sambandið milli umheims, afkasta og
erfða er I miklu ríkara mæli orsakasam-
band hjá þorra allra smáhesta en hjá
stórhestunum, sem eru ræktaðir með til-
liti til fegurðar og afkasta. Val eftir af-
köstum er upprunalegra meðal smáhest-
anna, og við finnum meðal pólsku sveita-
hestanna (konik) og dverghestanna í
Karpatafjöllunum enn þann dag í dag
hestagerðir, sem minna í ytra útliti á
hinn útdauða Tarpan-villihest. Mótstöðu-
kraftur gegn áhrifum veðurs, ganghraði
og þol og nægjusemi skýrast þannig sem
erfðaeiginleikar.
Það er því síður um það að ræða að
rækta þýzkan smáhest en hitt að velja
úr hópi þeirra smáhesta, sem til eru í
Þýzkalandi, þá hestgerð, sem hentar skil-
yrðum okkar bezt.
í tímaritinu „Kynbótaræktarfræði"
skrifar Volkmann 1944 um hrossaræktar-
málið:
„Það, að ræktinni hefir verið hagað eft-
ir hagkvæmum sjónarmiðum, notkunar-
markmiði og vali samkvæmt afköstum,
hefir gert aðalatriðið í kvikfj árræktinni
að velja „hentugustu“ kvikfjárgerðina,
spurningin um hreinræktað kyn er orðið
aukaatriði.
Miklu máli skipta kynbætur þeirrar
gerðar, sem menn álíta hentugasta. Hvort
þær kynbætur nást fyrst og bezt eftir leið-
um kynbundinnar ræktar og úrvals eða
betur eða skjótar með víxlfrjóvgun, skal
látið ósagt, enn sem komið er.“