Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1949, Síða 19

Freyr - 01.01.1949, Síða 19
FREYR 13 Meðal hinna mörgu smáhesta, sem til eru á hernámssvæði Rússa í Þýzkalandi, sjáum við víxláhrif ýmissa kynja, víxl- frjóvganir og blandanir. Hreinar og auð- kennilegar (typiskar) gerðir óbreytilegra (konstant) smáhestakynja eru í fæstum tilfellum fyrir hendi. Ættartölur þeirra eru varla fáanlegar. Pólski sveitahestur- inn (konik) er í meiri hluta, en samt verða einnig á vegi okkar enskir dverg- hestar og skandinaviskir smáhestar, eink- um Shetland-dverghestúrinn og íslenzki smáhesturinn, en einnig dverghestar frá Miðj arðarhafslöndunum. Það er hægt, og þegar hafið, að skrá smáhestana í úrvalsskrár, en flokkun hinnar nauðsynlegu fjölgunar, sem hinn mikli bráð þroski auðveldar, verðum við í bili að takmarka okkur við ræktun og val nauðsynlegra kynbótahesta. Þótt svona sé erfitt að flokka þennan fjölbreytilega efnivið eftir kynjum, eru skilyrðin til allrar hamingju betri fyrir skipulegt val þeirrar hestagerðar, sem leit- að er að. Samt væri of snemmt að lýsa þeirri gerð nákvæmlega, þar eð reynsla og vísindalegar tilraunir við ný rekstrar- skilyrði geta ekki hafizt fyrr en vinnuaf- köst hestanna hafa verið reynd. í bili getum við slegið því föstu, að kröfur reynslunnar heimta 2 aðalgerðir smáhesta, sem í stórum dráttum eiga að vera svona: a) Dverghestar með allt að 120 cm. stangarmáli, (49 þuml.). b) Smáhestar með allt að 140 cm. stang- armáli, (57 þuml.). Nauðsynlegt er að hirða vel og kynbæta þá kynhreinu smáhestaeign, sem til er, til þess að rækta og treysta með þessum gamla stofni þá þýzku búhrossagerð, sem stefnt er að. Fylgja verður einnig viður- kenning og fjárhagslegur stuðningur við hrossastofna í einkaeign, sem eru rækt- aðir sem úrval, þar sem smá- og dverg- hestakyn hefir varðveitzt óbreytt. Þar eð þessir stofnar hafa yfirleitt lagað sig eftir veðurskilyrðum, hafa þeir alveg sérstaka þýðingu fyrir stærðarjöfnunina, því að smáhestar, sem engrar ræktar njóta, hafa tilhneigingu til að stækka og úrkynjast við breytta — venjulega batnandi — hirð- ingu og loftslag. Einnig hefir dverghesta- ræktin mikla þýðingu vegna þess, að með henni varðveitast erfðaeiginleikar dverg- hestavaxtarins. Nú þegar ætti það að vera regla að velja smáhestafolana ætíð minni en hryssurnar, sem haldið er. Eins og ég hef sýnt fram á, þarf, auk viðurkenningar og stuðnings við einka- hrossaræktir, nauðsynlega að koma upp miðstöð fyrir kynbótafolauppeldi til söijð ala upp ákveðna tölu ágætra smáhesta- fola við samræmd og valin uppeldisskil- yrði. Frá sjónarmiði hrossaræktarinnar eru því eftir farandi kröfur sjálfsagðar: 1. Að koma upp uppeldisstöð fyrir smá- hestafola. 2. Að viðurkenna og styðja fjárhagslega hrossastofnræktir í einkaeign til þess að halda við og rannsaka stöðugt kyn- hreina stofna upprunalegra smáhesta með því takmarki að koma þannig upp ræktaðri gerð (typu) smáhrossa og treysta hana. 3. Að ákveða grundvallarlínur um val kynbótahesta og um skráningu hryssna á úrvalsskrár, svo að miðað verði áfram í leitinni eftir hentugri gerð smáhesta, þar sem stuðzt er við athugun á þeim og reynslu. 4. Að rannsaka vísindalega og greina sundur ákveðin smáhrossakyn eftir

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.