Freyr - 01.01.1949, Side 23
FREYR
17
en að nota gaffal til þess að kasta vot-
heyinu úr turni niður í fóðurvagn.
Annað getur orðið uppi á teningi
ef stór kúabú rísa hér, sem telja 100—
200 kýr á fóðrum og þær að mestu
fóðraðar með votheyi.
Að svo komnu máli tel ég réttast, að
enginn aðili hlutist til um almennan
innflutning þessa útbúnaðar fyrr en
hann hefir verið þrautprófaður hér á
landi og til þess prófs þarf ekki nema
ein tæki, í hæsta lagi tvenn.
Því birtast hér myndir af útbúnaði þess-
um, að þær gefa góða hugmynd um, að
hann er ekki svo einfaldur, að ekki geti
bilað. Og svo eru það ýmsir, sem um hann
Fóðrið jellur beint í fóðurvagninn, en það er
alveg eins hægt að moka því með kvísl svo að
það falli niður i gegnum stokkin í vagninn.
spyrja og eru þá myndirnar eins góð, eða
betri, lýsing á honum en mörg orð.
Bændur! Það er rétt að þið leitist við að
tryggja ykkur gegn vályndi veðráttunnar
og verkið miklu meira vothey, en þið hafið
gert til þessa. Og það er rétt að byggja
turna, eða hlöður af þeirri gerð, sem hverj-
um bónda hentar, miðað við búpenings-
fjölda. Þið getið verkað og notað miklu
meira vothey en venja hefir verið, þið
þurfið að vanda votheysgerðina, en þið
skuluð hinkra við um stund — jafnvel
nokkur ár — og sjá hverju fram vindur,
áður en þið kaupið tæmingatæki í vot-
heyshlöðurnar ykkar.
Grænfóðurrækt og grasrækt ber ykkur
að stunda af kappi og með kostgæfni, og
það sem í votheyshlöðu eða turn fer, get-
ur verið ástæða til að saxa; til þess þarf
vél, að minnsta kosti þegar um grænfóð-
ur er að ræða, en þið eruð allir menn til
þess að moka votheyinu í vagninn að
vetrinum með handverkfæri, góðum gaffli
eða heykvísl. Og auðvitað gerið þið það,
að minnsta kosti þangað til þið eruð svo
efnum búnir, að engu máli skiptir hvort
þið eigið 10 þúsund króna vél mest til gam-
ans eða þá til að sýnast.
En hvenær verður það? G.
A. I. Virtanen,
t'innski prófessorinn og Nóbelsverðlaunahafinn. var
upphafsmaður að þeirri aðferð votheysverkunar, sem
við hann er kennd. I Finnlandi er varla notuð önnur
aðferð en hans og má þvf ráða af sýrunotkuninni hve
mikið vothey er verkað árlega. Síðastliðið ár var not-
uð sýra, er svaraði til þess að 70—80 milljónir fóður-
eininga hafi verið verkaðar sem vothey, en það var um
ð0% meira en árið áður og um leið metár, að því er
votheysgerð snerti.