Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 26

Freyr - 01.01.1949, Blaðsíða 26
20 FREYít Mjaltavagn'Lnn. Um undanfarna mánuði hafa Alfa-Laval verksmiðjurnar sænsku unnið að því að búa til mjaltavélar, með tilheyrandi vagni og tank, sem gerðu fastar lagnir óþarfar. Um miðjan september var undirbúningi lokið og fyrsta kerfið af þessu tagi var tek- ið í notkun á stórbýli nokkru, Stora Hyl- linge, á Skáni, nú I haust. Á litlum flutningavagni er komið fyrir skáp, í honum er mótor og dæla. Héðan liggja slöngur á hreyfanlegum gálgum til Verksmiðjurnar hugsa sér þann möguleika að mjólkinni verði dælt yfir í venjulega mjólkurbrúsa eins og hér er sýnt, en mynd þessi er aj „modeli“ sem þœr haja látið gera. spenakoppanna og þegar dælan er sett í gang, sogast mjólkin beina leið í tankinn á vagninum, en tanknum er síðan ekið beina leið til mjólkurbúsins kvöld og morgna, án þess að kæling fari fram. Á þennan hátt fæst þvínær gerillaus mjólk þegar þessum einföldu mjaltatækjum er haldið vel hreinum. Venja er að láta kýrnar liggja úti á sumrum, og er þá einkar hent að aka mjaltavagninum út í beitilandið og mjalta kýrnar þar. í stað rafmótorsins, sem not- aður er í fjósum, sem aflgjafi, verður þá að nota benzínmótor. Talið er, að mjaltavagninn sé framför frá hinu eldra fyrirkomulagi, geri mjalt-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.