Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1949, Qupperneq 27

Freyr - 01.01.1949, Qupperneq 27
FREYR 21 Mjaltavagninn og vélar í notkun í fjósinu á Stora Hyl- linge í Skáne. Foto: ..Landet“ irnar léttari, en einkum muni miklu á af- köstum, og megi spara mannsafl í stórum fjósum. Um hagnýtan árangur af notkun mjalta- vagnsins hefir ekkert verið birt ennþá op- inberlega, enda hefir hann verið aðeins fáa mánuði í notkun, en verksmiðjurnar munu tilbúnar til þess að hefja fram- leiðslu er séð verður hverja þýðingu þessi nýjung hefir til hins betra. G. EGGJASKURNIN Það er ógaman að fara með egg, sem eru svo skurnþunn, að á þau detta sprungur, glufur eða göt, svo að innihaldið rennur sína leið og eyðileggur föt eða annað, sem það klínist í og þornar síðan. Það er mikilsvert, bæði fyrir neytendur og framleiðendur, að skurnin á eggjunum sé svo sterk, að hún þoli alla venjulega með- ferð, en því miður er stundum nokkur brestur á að svo sé. Þetta er ekki bara óhagræði, það er líka skaði fyrir báða aðila, því að þau egg, sem brotna hjá framleiðanda, verða aldrei verzlunarvara og þau sem eyðileggjast við að límast við umbúðirnar með eggjahvítu brotinna eggja, verða neytandanum oft að litlu eða engu gagni. Þess vegna verður að gera ráðstafanir til þess að fyrirbyggja skurnþunn egg og vanskelja, og sú fyrir- höfn borgar sig. Skurnin er sá hluti eggs- ins, sem ódýrast er að framleiða og 1 g aukinnar þyngdar á hverju eggi, sem staf- ar af þykkri skurn, eða 1 kg á hverjum 1000 eggjum, er arðsöm framleiðsla fyrir hænsnaeigandann og hagur fyrir neytand- ann, af því að brotaegg verða fá í höndum hans. En þetta, að framleiða skurnsterk egg, er ekki eins einfált mál og ætla mætti. Eggskurnin er að mestu úr kalki gerð og auðvitað verður hænan að hafa etið allt

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.