Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1949, Qupperneq 30

Freyr - 01.01.1949, Qupperneq 30
24 FRE YR legt sé a'ð gera sumardaginn fyrsta að aðalsamkomudegi bændafólksins, enda þótt eðlilegt væri að þeir, sem hafa það sér til lífsframfæris að framleiða verðmæti úr gróðurmoldinni á hinu stutta og dýr- mæta sumri, fögnuðu sérstaklega komu sumarsins. En mér finnst þetta tvennt: ó- tryggt veður og þó einkum annríkið í sveit- unum, koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að gera þennan óskadag æskufólksins og bændafólksins að almennum hátíðisdegi, á þennan hátt. Þá er það síðari tillagan, um „bænda- dag‘ að loknum slætti. Trúlegt er það, að smátt og smátt færist heyskapurinn í það horf, að aðeins verði hann framkvæmdur á ræktuðu og vélfæru landi. Mun þá hey- skapurinn óefað styttast og er þegar far- inn að gera það allvíða. En því er nú verr og miður, að sums staðar er þróunin ekki komin svo langt í landbúnaðinum, og mun þetta æði misjafnt eftir héruðum. Það er því dálítið hæpið, enn sem komið er, að ganga út frá því, að um almenna þátt- töku gæti orðið að ræða í „bændadegi" um þetta leyti sumars, af framangreind- um ástæðum, auk þess sem óhagstætt tíð- arfar getur alltaf dregið sláttarlok nokk- uð og þá jafnvel til gangna, enda þótt að sjálfsögðu hafi bændur hirðingu heyjanna í hendi sinni, í vaxandi mæli. Mitt álit er, að þessi tillaga sé góð, en varla tímabært, enn sem komið er, að framkvæma hana. Ég vil nú loks koma fram með eina til- lögu ennþá, sem ég tel bezta, en trúlega getur hún ekki talizt algóð fremur en hin- ar tvær. Haustið er sá tími ársins, sem einna minnst er um að vera um hverskonar sam- komur. Það er sá tími, er á margan hátt hefir verið einna hversdagslegastur í ís- lenzku þjóðlífi. Hjá okkur bændafólki mót- ast haustið mjög af förgun sauðfjár og annarra skepna, auk alls undirbúnings undir komu vetrarins. Þá eru að ýmsu leyti þáttaskil í búskapnum — uppsker- unni er lokið og arði búanna komið í verð eða birgðir til komandi vetrar og árs. Þessum störfum er þó venjulega lokið áð- ur en sumarið hefir kvatt til fulls. Að ýmsu leyti er þá oft hagstæður tími fram yfir veturnætur. Heimilisstörfin eru þá hvað minnst og tíðarfar stillt. Virðist mér það sá tími ársins, sem bændur eiga einna hægast með að komast frá búum sínum. — Þetta er sá tími, er ég vildi leggja til að yrði notaður til þess að halda bænda- hátíð — uppskeruhátíð. Ég hefi þá trú, að eigi líði langur tími unz búskaparmenn- ing okkar er komin á það stig, að það verði vel þess vert, fyrir sveitafólkið, að halda veglega uppskeruhátíð t. d. síðasta sumardag — eða þá fyrsta dag vetrar. Fram til þessa hefir okkur ekki verið það nægilega ljóst hversu við búum í góðu landi og hversu gróðurmoldin er gjöful, ef vel er við hana gert. Okkur hefir heldur ekki verið það nægilega ljóst, að það að vera bara bóndi eða bóndakona, er sú staða, er krefst einna fjölþættastrar hæfni til hinna ólíkustu starfa, auk þess sem starf ræktunarmannsins er eitt hið göfug- asta og verðmætasta starf, sem hugsazt getur. Það er því fyllilega kominn tími til þess fyrir bændastéttina að þurrka burt alla minnimáttarkennd fyrir tilveru sína. Ef vel tækist, gæti „bœndadagurinn“ hjálpað til þess — og skapað í staðinn þjóðlega skemmtun, sem væri táknræn fyrir þá auknu bjartsýni og velmegun, sem vonandi verður varanleg, meðal þeirra, er búa í hin- um dreifðu byggðum landsins.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.