Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1949, Síða 31

Freyr - 01.01.1949, Síða 31
FREYR 25 HÚS- MÆÐRA- ÞÁTTUR END URBÆTUR I ELDHÚSINU Á flestum sviðum er nú ritað og rætl um skipulagn- ing og endurbætur starfshátta og notkun véla í miklum mæli. Á sviðum iðnaðarins hefir skipulagning verið fram- kvæmd fyrir löngu og þegar vélar og verkfæri verða úrelt þykir sjálfsagt að fá í staðinn það, sem fullkomn- ara er, til þess að auka afköstin og létta stritið. Á sviði landbúnaðarins þykir ýmsum liafa orðið nokkur dráttur á, að tækni sé fengin til aðstoðar og telja að skipu- lagning starfshátta sé þar lakari en innan annarra fram- leiðslugreina. Þessi staðhæfing stenzt ekki lengur. Á sviði landbún- aðarins eru svo stórstígar framfarir í hagnýtingu véla Og verkfæra og um leið skipulagningu vegna fram- kvæmda. með tækniútbúnaði af ýmsu tagi, að ýmsum þykir nóg um, einkum hinum eldri, sem naumast eða ekki geta áttað sig á því, að það sem þeir hafa notað og nýtt sé nú úrelt og einskis virði. En slíkt er oft ís- kaldur raunveruleiki. A sviði húsmæðranna hefir það dregizt lengur en góðu hófi gegndi, að kapp væri lagt á að breyta starfs- skilyrðum og sums staðar er þetta naumast eða ekki enn gert, að minnsta kosti ekki skipulagsbundið. Þar er því ýmissa hluta að gæta, sem til bóta geta miðað. Ymsir a-Lla, að með útvegun nýtizku véla og tækni sc öllu hjálpað. Það er rétt, að þær húsmæður, sem eignast ísskáp. þvottavél, hrærivél og aðrar vélar, er létta heimilisstörf- in, eru betur settar en áður, en það er nú svo, að meg- inþorri húsmæðranna fer þeirra á mis og svo mun verða fyrst um sinn. En auk þess, sem þessar vélar geta framkvæmt. eru ýmiss störf, sem vert er að athuga og bæta úr þar sem misbrestir kunna á að vera. Skal í stuttu máli benda á nokkur atriði er verða endursngð eftir skrifum danskrar húsmæðrakennslukonu. sem heitir ttotíil Frederiksen; er hún sérfræðingur í lieimilistækni. Eldhúsáhöldin. Á fáum sviðum mun \eru um jafn fjölbreyttar vörur að ræða, sem hægt er að velja í milli, eins og því er snertir hjálpartæki til eldhússtarfa. Þar er eiginlega um ótal margt að ræða og eins og gengur má um það segja, að sumt er óhæft til allra starfa og ætti að vera útilok- að af markaðinum, en sumt er ágætt. Til þess að geta greint á milli þess sem nothæft er og hins sem er ágætt. þarf mikla vöruþekkingu. Reynslan sýnir, að húsmæður hlusta yfirleitt eftir því, sem ráðunautar segja um þessi efni og ekki að ástæðulausu, því að margar hafa brennt sig — og sumar illa — á því að kaupa verkfæri eða vél. sem betur hefði verið ókeypt. En það kostar tíma, og það kostar fé og skapraunir, að komast að staðreynd- unum. Heimilistcekin þurfa að vera góíf, en hva'Sa kröfur á arf bera fram til þess aS öðlast gott eldhúsáhald? Handverkfærið — áhaldið ■— verður fyrst og fremst að fara vel í hendi, \em létt, auðvelt að vinna með því og létt verk að gera það hreint. Það þarf að vera

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.