Freyr - 01.01.1949, Side 34
28
PREYR
Fjáreigendur
í Skagafirði og Eyjafirði, greiddu í nóvember atkvæði
um fjárskiptafrumvarp, þ. e. a. s. hvort farga skuli
öllu fé austan Héraðsvatna og um megin hluta Eyja-
fjarðar á komandi hausti. A kjörskrá voru 738 fjár-
eigendur. Af þeim greiddu atkvæði 595. Voru 386 með
fjárskiptum en 192 á móti, 8 atkvæði voru ógild og
9 seðlar auðir. Fjárskiptafrumvarpið hefir ekki fengið
nægilegt fylgi og er því fellt. Hvort sauðfjársjúkdóma-
nefnd mun fyrirskipa niðurskurð á hausti komandi,
gegn vilja meirihluta sauðfjáreigenda, er ekki vitað enn.
Johs. Ridder,
forstöðumaður búreikningaskrifstofu Dana, hefir ný-
lega skrifað um framleiðslukostnaðinn og áhrif hækk-
unar hans á afkomu landbúnaðarins. Grein þessi birt-
ist í „Jydsk Landbrug". Þar sýnir hann á meðal ann-
ars hve mikið fjármagn þurfi til þess að reisa bú og
ber saman árin 1914, 1939 og 1948. Miðar hann við
bújörð 30 ha á góðu landi. Tölur lians eru þessar:
1914 1939 1948
kr. kr. kr.
Útihús öll á jörðinni, 800 m2 23.000 52.000 104.000
Ibúðarhús (reiknað % af bygg.k.) 12.000 26.000 52.000
Byggingar samtals 35.000 78.000 146.000
Verkfæri og áhöld, mjaltav. meðt . 8.000 17.500 35.000
Búvélar, aðrar en dráttarvél 1.500 10.000
Vélar, verkf. og áhöld samt. 8.000 19.000 45.000
Byggingar samtals 35.000 78.000 156.000
Fjármagnsþörf samtals (land
undanskilið) 54.000 114.000 232.000
Björnstad
ríkisráðunautur Norðmanna, í hrossarækt, segir að
um 206 þúsund hross séu nú í Noregi, en alltof mörg
FRE YR
— búnaðarblað — gefið út af Búnaðarfélagi íslands
og Stéttarsambandi bænda.
Ritstjóm, afgreiðslu og innheimta:
Lækjargötu 14, Reykjavík. Pósthólf 1923.
Sími 3110.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson.
Utgáfunefnd: Einar Olafsson, Pálmi Einarsson,
Steingrímur Steinþórsson.
F R E Y R er blað landbúnaðarins.
Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júlí
Prentsmiðjan Edda h.f.
þeirra séu léleg og lítils virði til notkunar, af því að
þau séu of illa fóðruð og illa upp alin. Mætti þeim
gjarnan fækka um 10% og borgi sig þá betur að nota
toðúr þeirra, sem íalla, handa hinum sem eftir hfa.
Hann telur, að í landinu sé 216 félög, sem vinna að
ræktun dalahestsins, og 230, sem rækta vesturlands-
hestinn. Telur hann starfsemi þeirra mikilsverða fyrir
viðhaldið og hæfni hrossanna.
Grepstad
skólastjóri við Gjerpen bændaskóla í Noregi skrifai':
„011 framleiðsla og sala alifuglaræktenda í Nor-
egi verður að komast undir einn hatt, eina stjórn fé-
lagslegra samtaka. Söluskattur verður að vera á, svo
að hægt sé að nota hann til þess að hreyfa eggjaverð-
ið et'tir atvikum og ástæðum og svo að ekki borgi sig að
verzla utan við samtökin. Það er eðlilegast að alifugla-
ræktin sé fastur liður í búskapnum og þá fyrst og
fremst á smábýlunum. Það gefur þessari búgrein mest
öryggi“. Mundi ekki athugandi hvort þessi ummæli
eiga við einuig hér á landi?
Búnaðarþing
kemur saman þann 8. febrúar n. k.
Til áskrifenda.
Þið, sem haldið blaðinu saman, gerið svo vel og lát-
ið afgreiðsluna vita hið fyrsta, ef vanskil hafa orðið á
blaðinu og ykkur vantar í síðasta árgang. Munum
vér bæta úr því meðan upplagið hrekkur.