Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1950, Page 7

Freyr - 01.01.1950, Page 7
STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON: áx (Ávarp, flutt í útvarpið á nýársdag 1950). Nýtt ár heilsar okkur. — Ár nýrra vona — nýrra vonbrigða — eins og lífið er og birtist á hinn margvíslegasta hátt. Við vonum öll, að hið nýbyrjaða ár beri í skauti sinu meira af sigrum, meira af gleði, en af ósigrum og sorg. Á slíkum tímamótum verður okkur á að horfa um öxl og gefa gœtur að hvernig hið liðna ár hefir reynzt þjóð okkar. — Ég mun einskorða mig við að minnast á landbúnaðinn — og verður þó fátt eitt sagt. Þótt við ekki nú viljum hafa nein ill- yrði i frammi um hið nýliðna ár, þá mun þó enginn geta sagt, og mun aldrei verða talið, að það hafi verið landbúnaði okk- ar milt og gjöfult. Vorharðindin síðastliðið vor reyndust með fádœmum. Veturinn síðasti var að vísu ekki verri en gengur og gerist á okkar landi, þar sem hið misfellasama og vanstillta tíðarfar ræður ríkjum. í sum- um héruðum mátti veturinn sjálfur jafn- vel teljast fremur vœgur. — En vorið — það var með ódœmum. Viku stórhríðar- garður siðast í maí, — á miðjum sauð- burði. — í mörgum — já flestum byggðar- lögum — varð að hafa allt lambfé í húsi þar til í júní. — Enginn gróður fyrr en eftir miðjan júní. — Fyrir fáum áratugum hefði orðið koll- fellir í slíku tíðarfari. Því betur varð sú ekki raunin að þessu sinni. — Nokkur lambadauði varð að vísu í sumum héruð- um — og á einstaka stað mjög mikill — en yfirleitt voru fjárhöld ágœt. — En her- kostnaðurinn — að berjast við hamfarir og ofurvald íslenzkra vorharðinda, varð geysimikill. — Fóðurbœtiskaup umfram venjulegar þarfir — og heykaup — urðu flestum bœndum geysidýr, svo að margir

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.