Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1950, Page 12

Freyr - 01.01.1950, Page 12
6 FRE YR er landbúnaðurinn, sem veitir flestu fólki atvinnu í Bretlandi og er aðalmáttarstoð- in. Þetta kom þá dálítið flatt upp á mig, því mér var kunnugt um, að Bretar fluttu inn mikið af landbúnaðarafurðum. Síðan hefi ég veitt því athygli, að í langflestum menningarlöndum er landbúnaðurinn að- alstoð þjóðfélagsbyggingarinnar, bæði í þeim löndum sem eru sjálf sér nóg eða meira en það um landbúnaðarafurðir, og í þeim, sem þurfa að kaupa slíkar vörur frá öðrum löndum. Sennilega á þetta við um menningarlandið ísland eins og önnur lönd, þótt áður hafi verið talið af sum- um, að land vort væri á mörkum, þar sem hægt væri að rækta jörðina með hagnaði og reka arðvænlegan landbúnað. ★ Atvikin hafa skipað því svo, að ég hefi búið í sveit síðustu 8 árin og haft búskap fyrir augum daglega þótt ég reki ekki sjálfur búið á Bessastöðum eða stjórni því. Þetta hefir ósjálfrátt rifjað ýmislegt upp fyrir mér um það, sem ég hafði fengið nasasjón af í öðrum löndum, m. a. er ég dvaldi langdvölum í því mikla landbúnað- arlandi, Danmörku. Með mínum leikmannsaugum séð, fer því fjarri að mér finnist skilyrðin svo miklu verri hér tii reksturs búskapar en í Dan- mörku, sem ég hafði haldið og hefi heyrt marga halda. Auðvitað er munur vegna hnattstöðu, lengdar sumarsins o. fl. En ég hugsa að mörgum skjátlist, ef þeir halda að danski bóndinn þurfi að hafa miklu minna fyrir lífinu en sá íslenzki. Og þó á hann aðgang að miklu meiri þekkingu um danskan landbúnað, vísindalegri þekk- ingu og annari, en íslenzku bændurnir eiga um íslenzkan landbúnað. Danmörk hefir um aldaraðir verið vel ræktað land, og er skilað svo að segja fullræktuðu af for- feðrunum í hendur núlifandi bændakyn- slóð. En núlifandi bændakynslóð á íslandi hefir tekið við sínu landi svo að segja óræktuðu. Góður vinur minn, sem þá var einn af fremstu vísindamönnum Dana um rann- sóknir á gróðurmold, ferðaðist til íslands fyrir 20 árum. Hann athugaði gróðurmold- ina, tók sýnishorn af henni frá ýmsum stöðum hér sunnanlands og komst fljótt að þeirri niðurstöðu, að íslenzka gróður- moldin væri engu síðri en gróðurmold er yfirleitt í Danmörku. Eins og aðrir tók hann eftir vöntun á þekkingu hér bæði um ræktun og annan búrekstur. Um líkt leyti kynntist ég dálítið brezk- um manni, sem þá stjórnaði gagnmerkri búnaðartilraunastöð í Bretlandi, Rotham- stead. Ég lagði fyrir hann spurningu um efni, sem margir voru þá í vafa um. Ég spurði hann hvort hægt mundi að rækta korn á íslandi með góðum árangri. Mér er minnisstætt hverju hann svaraði. Svarið var: Auðvitað er hægt að rækta korn á íslandi, ef valdar eru réttar tegundir. Það er aðeins peningaspursmál, hvort það borgar sig eða ekki, hvort of dýrt verður að búa jörðina undir ræktun og veita henni þann áburð, sem hún þarf. í ágúst- mánuði síðastliðnum rakst ég í ensku blaði á frásögn, um ræðu þess sama manns við setningu árlegs fundar í „The British Asso- ciation for Advancement of Science“, en hann var þá forseti þessa merka vísindafé- lags. í ræðunni sagði hann m. a.: „Það er von um að hægt sé að auka mikið mat- vælaframleiðslu landbúnaðarins, ef lítt ræktuð lönd eru ræktuð betur, ef betur er borið á, ef bættar eru framkvæmdir um kynbætur búfjár og fóðurjurta, ef betra

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.