Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1950, Side 13

Freyr - 01.01.1950, Side 13
FREYR 7 Vppskera á Bessa- staðatúni. eftirlit er haft með heilbrigðri búfjár og fóðurjurta“. Hann sagði ennfremur: „Því eru engin takmörk sett, hve mikið er hægt að gera með framförum vísindanna á þessu sviði". Ég vil undirstrika tvennt í þessum tilfærðu ummælum. Hann talar um að gera betur en áður hefir verið gert. Hann legg- ur áherzlu á vísindalegan grundvöll þess, sem gert er. Ummæli embættismanns í landbúnaðar- ráðuneytinu í Washington, sem kom hér í sumar og ferðaðist allvíða um landið, hnigu í líka átt. Þessi maður var mjög sérfróð- ur, hafði farið til ýmsra landa og rannsak- að þar gróðurskilyrði. í Norðurálfunni þekkti hann þetta af eigin sjón á Norður- löndum, í Stóra-Bretlandi og í írlandi. Honum leizt að mörgu leyti vel á rækt- unarskilyrði hér. Meðal þess, sem hann sagði, var þetta: Þið hafið tvennskonar gróðurmold á íslandi, steinefnamold (min- eral soil) þ. e. móa, mela og sanda og jurta- efnamold (bog soil) þ. e. mýrar og og mýr- lendi. Steinefnamoldin er mun betur fail- in til ræktunar. Ræktunin sjálf oft ódýrari og næringargildi jurta yfirleitt meira í slíkum jarðvegi. Við vitum öll hvílík óraflæmi af móum, melum og söndum eru óræktuð hér á landi. Og það er hörmung að hugsa sér hve mikið af þessari gróðurmold hefir fokið burtu og er enn að fjúka. Vonandi verður hindrað, að þessi góða gróðurmold verði vindinum að bráð hér eftir.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.