Freyr - 01.01.1950, Blaðsíða 14
§
PREYR
Af hverju er ég að tala um þetta? Af
því ég hefi, síðan ég varð sveitamaður,
fengið vaxandi trú á því, að landbúnaður-
inn eigi áfram að vera öndvegisatvinnu-
vegur á íslandi. En til þess að svo megi
verða, þarf ýmsar gagngerðar breytingar
frá því sem áður var og er ennþá, umfram
það sem þegar hefir komizt í framkvæmd.
Ef vér setjum oss það mark, sem ég hygg
ekki vera neinar öfgar, að minnsta kosti
allvíða í landinu, að hér verði landbúnað-
ur rekinn svo, að afurðir hans séu ekki
eingöngu samkeppnisfærar við afurðir
annara landa innanlands, án verndartolla
eða innflutningshafta og án rekstrar-
styrkja, heldur einnig til útflutnings, þá
tel ég markið rétt sett. Leiðin að því er
aukin og betri ræktun, byggð á vísinda-
legum grundvelli, ræktun gróðurmoldar,
ræktun og kynbætur nytjajurta, ræktun
beitilanda, ræktun og kynbætur húsdýra,
útrýming hverskonar illgresis, lækning og
útrýming húsdýra- og jurtasjúkdóma. Auk
þess þarf að batna þekking á vélum og
verkfærum, meðferð þeirra, viðhaldi og
viðgerðum.
„Rómaborg var ekki byggð á einum
degi“, segir gamalt máltæki. Sú breyting,
sem þarf í íslenzkum landbúnaði, verður
ekki á einu ári eða fáum árum.
Sumir munu telja það of mikla bjart-
sýni, að hér sé hægt að reka svo hagnýtan
nýtízkubúskap, sem ég á við. Ég hefi
minnzt á álit merkra erlendra manna á
gæðum gróðurmoldarinnar og hvað megi
rækta hér, sem hefir ekki verið ræktað áð-
ur eöa aðeins nýbyrjað á. Þá mun verða
nefnt af þeim svartsýnu, að veðráttan hér
á landi sé erfiðari en víða annars staðar.
Það er rétt, að veðráttan er erfið, en hún
er þó ekki mikið erfiðari en í sumum öðrum
löndum, fyrir ýmsan búrekstur. Og á sumu
má sigrast. Veturinn síðasti var harðari
og lengri en mörg ár undanfarin. Sumarið
óþurrkasamt, sífelldar rigningar síðari
hlutann allt fram í október hér á Suður-
landi. Samt var hlaðan full hér á Bessa-
stöðum af þurru heyi, enda er hér súg-
þurrkunartæki. Allar súrheysgryfjur full-
ar. Bygg og hafrar fullþroskað, þótt seint
yrði. Kartöfluuppskeran ágæt. Ég skýri hér
frá staðreyndum, sem dæmi, en er ekki að
miklast af því, enda er afraksturinn bú-
stjóranum og ekki mér að þakka.
Þótt veðráttan geti verið þreytandi, er
hún ekki sá Þrándur í Götu, sem ekki megi
taka fangbrögðum, með von um nokkurn
árangur.
Eitt viðfangsefni er erfitt, það er kostn-
aður við nægilega varanlegar byggingar.
En vér þurfum að auka að mun vísinda-
legar rannsóknir fyrir landbúnaðinum og
tilraunastöðvar.
Nú erum vér að eignast hæfa vísinda-
menn á þessu sviði; þeim þarf að fjölga og
að þeim þarf að hlúa. Og koma þarf upp
tilraunastöðvum svo mörgum sem þarf
til þess að þær hafi gildi fyrir bændur í
öllum landshlutum.
Áhugi er vakinn fyrir aukinni ræktun og
umbótum og ýmsar framkvæmdir eru
hafnar. Það sem ég óttast er það eitt, að
vér setjum ekki markið nógu hátt, að vér
fylgjumst ekki nógu vel með tímanum.
Öðrum þjóðum er það nú ljóst, að landbún-
að verður að byggja alveg á vísindalegum
grundvelli. Það sama hlýtur að eiga við
oss íslendinga, ef tækni nútímans á að
koma að fullu gagni.
Ég vildi óska þess, að unga fólkið hér á
landi mætti koma auga á það, hve mikið
bíður þess á þessu góða landi, sem hefir
haldið lífinu í íslenzku þjóðinni í meira en
þúsund ár, þrátt fyrir allar þær hörmung-