Freyr - 01.01.1950, Qupperneq 21
FRE YR
15
SIGURJÓN KRISTJÁNSSON:
Um fóðurkál
i.
Ritstjóri „Freys“ hefir beðið mig að skrifa
nokkrar línur í blaðið og skýra frá ræktun
minni á fóðurkáli á síðasta sumri og hag-
nýtingu þess í haust. Það skal strax tekið
fram, að þar eð fyrirfram hafði eigi verið
gert ráð fyrir að ég gæfi skýrslu um þetta,
hefi ég ekki nema að litlu leyti tölulegar
upplýsingar, en ræktunin og hagnýting
kálsins var framkvæmd í þeim tilgangi að
gagna búi og ekki til þess að finna mæli-
kvarða fyrir þetta fóður.
Landið, sem ég sáði í, var brotið úr gömlu
túni, frjór moldarjarðvegur, sæmilega
myldinn. Það var plægt 14. júní en áður
hafði verið ekið á það 35 kerruhlössum af
mykju, er mokað var sundur og plægð nið-
ur. Þar að auki var borinn í það tilbúinn
áburður samkvæmt fyrirmælum Freys*),
en þar eð hann var ekki kominn á verzl-
unarstað hér gat ég ekki dreift honum
fyrr en eftir sáningu.
Sáning fór fram 20.—22. júní og var sáð
með rófnasáðvél og valtað á eftir með
léttum valta.
Landstærðin, sem í var sáð, var 7300 m2.
Vera má að landið hafi verið full þurrt
þegar sáð var. Að minnsta kosti mátti sjá
áhrif þess hvað skeður ef landið er of
þurrt, því að í lítið horn af spildunni var
sáð nokkrum dögum síðar og var því nær
engin uppskera af þeim bletti.
*) Sjá Frey, bls. 173, 1949.
Kálið spratt hægt langt fram eftir sumri.
Þann 16. september sló ég 2200 m2 spildu
og var uppskera af henni eigi nema helm-
ingur miðað við það er var á hinum hluta
landsins mánuði síðar, eða um miðjan
október. Hitt var slegið smátt og smátt
og kúnum gefið kálið með beitinni allt
haustið.
Að ósk ritstjóra Freys athugaði ég upp-
skerumagn um miðjan október og mældi
í því skyni 5 reiti, hvern 4 fermetra að
stærð, sló kálið og vóg uppskeruna.
Var hún sem hér segir:
Áburður: Uppskerakg.:
1- reitur: (Tilbúinn áb. og mykja) 17
2. — do. 17,
3. — (tilbúinn áburður eing.) 12
4. — do. 18
5. — do. 20
Samtals á 20 m2 84
Uppskeran mundi samkvæmt þessum
tölum hafa verið 4,2 kg. á fermetra eða
42 smálestir af ha, tæplega 4 mánuðum
eftir sáningu, en sáralítill eða enginn vöxt-
ur var eftir miðjan október.
★
Sem á er minnzt sló ég kálið jafnóðum og
kýrnar fengu það allt haustið. Hafði ég
gulrófnakál fyrst en þegar það þraut, og
skipt var um, átu kýrnar fóðurkálið hálf
illa fyrsta daginn en ágætlega upp frá
því. Aldrei mun ég hafa gefið mjólkandi
kú meira en 40—45 kg af káli á dag, en ég
vóg það ekki hversdagslega heldur áætlaði