Freyr - 01.01.1950, Qupperneq 22
16
FREYR
magnið. Með kálinu gaí ég ekki hey fyrr en
27. október því kýrnar gengu úti og höfðu
beit hvern dag að tveim frádregnum, en
þá stóðu þær inni vegna illviðris. Eftir
þann tíma, eða síðustu vikuna — frá 27.
okt. — 4. nóv. lét ég kýrnar sjálfar
skammta sér daggjöfina þar eð ég lofaði
þeim að ganga á reitnum, sem þá var
eftir, en sumt af kálinu var þá aðeins
stönglar því að sauðfé hafði bitið blöðin.
Þann 4. nóvember versnaði veður svo að
ekki voru tiltök að láta þær ganga úti
lengur.
Nythæð kúnna var jöfn unz innistöðutími
hófst, en þá minnkaði mjólk verulega
fyrst í stað en fitumagn breyttist ekki að
neinu ráði. Vert er að geta þess, að suma
dagana, sem kýrnar voru úti síðast, var
veður kalt en ekki miklir vindar. Kaldast
mun hafa verið -j- 5 stig, en það virtist
engin áhrif hafa á líðan kúnna né afurðir
þeirra og þurfti jafnan að sækja þær þá
daga til þess að láta þær inn eins og hina
dagana, þegar hlýrra var. En þessa síð-
ustu viku voru þær úti 2—4 stundir á dag.
Ég vil að lokum geta þess, að græn-
fóður hefi ég ræktað öll mín búskaparár
og gefið kúnum það með haustbeitinni,
venjulega hafra. Fóðurkálið hefir þann
kost fram yfir hafrana, að það sprettur
ekki úr sér þó það standi fram eftir hausti
en hafrarnir tapa fóðurgildi eftir að þeir
hafa sett ax og haustkuldar koma. i
Eftir mínum reikningi mun ég hafa
sparað nálega 40 hestburði af töðu við
gjöf fóðurkálsins og auk þess þó fengið
meiri afurðir en ella hefði verið. Þann tíma
sem kálið var notað, voru á fóðrum hjá
mér: 8 mjólkandi kýr, 4 geldar kýr og 3
vetrungar, eða 15 gripir samtals og fengu
allir kál. t
Þess skal að lokum getið, að daginn eftir
að ég hleypti kúnum inn á fóðurkálsspild-
una óx dagsmjólkin um 4—5 lítra, en að-
eins fyrsta daginn.
S. K.
II.
Til viðbótar framanskráðri skýrslu, Sig-
urjóns Kristjánssonar, skal það fram tek-
ið, að s. 1. sumar var mjög óhagstætt til
fóðurkálsræktar á Norðurlandi. í fyrsta lagi
var vaxtartíminn stuttur þó að haustið
bætti nokkuð úr skák fyrir vorið, sem aldr-
ei kom. Þegar brá til bata um 20. júní,
þorrnaði jörð mjög fljótt, en það skapaði
káli ekki góð vaxtarskilyrði. Ef hægt hefði
verið að sá mánuði fyrr, eða helzt um miðj-
an maí, mundi útkoman hafa orðið mun
betri. Þessi staðhæfing er miðuð við út-
komuna á öðrum stað, þar sem sáð var 30.
maí, en það var hjá Sören Bögeskov, bónda
við Reykj avík.
Landið, sem hann hafði kálið í, var
langtum verra en það er Sigurjón hafði
til kálræktunarinnar, og sólskins og hita-
magn sumars og hausts mun sízt hafa
verið minna norðan lands en sunnan, á
síðasta sumri.
Hinn 21. október var uppskeran vegin
hjá Bögeskov. Var vegið af tveim reitum —
hver var 2x4 metrar að flatarmáli og vóg
uppskeran þar 7 kg á fermetra að með-
altali. Hjá Sigurjóni Kristjánssyni var kál-
ið ekki grysjað og eigi heldur hjá Böge-
skov. Sá var munur á þeim tveim reitum,
sem vegið var af hjá Bögeskov, að á
öðrum voru stönglar sverir og gisnir en
hinum grannir og þéttir. Hefir spírun
fræsins eflaust ráðið nokkru um hve þétt
óx. Bögeskov hafði hreinsað spildu sína
tvisvar, enda var hún gjörsneydd illgresi
við uppskeru. Uppskerumagnið hjá Böge-
skov mundi því hafa numið, samkvæmt