Freyr - 01.01.1950, Qupperneq 24
18
FREYR
að verksmiðjan, sem framleiðir alumini-
um-amboðin, hefir fengið gjaldeyri fyrir
efnismagni, sem nemur tæplega helmingi
þess, er hún getur unnið úr.
Til þess að öðlast efni, er komi sem am-
boð í hendur bænda á komandi sumri,
þarf gjaldeyrisleyfi, sem úthlutað væri nú
um áramót. Því var auðsætt, að grein 1
Frey, um þetta mál, mundi of seint á ferð-
inni til þess að gagn væri að fyrir yfir-
standandi ár. Sneri ritstjóri Freys sér því
til Viðskiptanefndarinnar og gerði grein
fyrir ástæðunum eins og þær eru lagðar
fram af bændum.
Hefir nefndin nú tekið málið til athug-
unar og formaður hennar lofað að veitt-
ur skyldi gjaldeyrir fyrir innflutningi
hráefna í aluminium-amboð í þeim mæli,
sem telja mætti líklegt að hægt væri að
vinna úr til nota á árinu.
Frá sjónarmiði þeirra, er ráðstafa gjald-
eyri til innflutnings, er hér um smámuni
eina að ræða, en fyrir bændur, um gjör-
vallar sveitir þessa lands, er þetta ekki
smámál, heldur brýn þörf, sem fullnægja
ber.
Að fengnum ofangreindum upplýsingum
er því ástæða til að vona, að frekari skrif
um þetta efni séu óþörf og að af fram-
kvæmdum verði eins og frá er sagt.
G.
Bústofn og fóðurþörf
Efnahagsstofnun sameinuðu þjóðanna
hefir óskað eftir því, að gert yrði yfirlit
yfir magn þess fóðurs, sem þarf hér á landi
til þess að framfleyta bústofni landsmanna
og breyta skal í neyzluvörur og aðrar bú~
f j árafurðir.
Ráðunautar Búnaðarfélags íslands hafa
nýlega samið yfirlit þetta miðað við bú-
fjárfjölda samkvæmt framtölum 1. janúar
1949, en þá var búfjárfjöldi sem hér segir:
Kýr ............................. 30.002
Geldneyti og kálfar.............. 13.334
Sauðfé ......................... 440.202
Hross ........................... 43,800
Hænsni ....................... 135.444
Svín ............................... 357
Eins og gefur að skilja, er búféð langt-
um fleira en þetta á vissum tímum árs, því
að verulegur hluti kjötframleiðslunnar
byggist á því, að ungviði fæðist á árinu og
þeim sé slátrað áður en árið er liðið. Þetta
á við um allar greinar búfjárins en þó
fyrst og fremst sauðféð.
Fóðurþörfin er reiknuð eftir viðhaldstöl-
um fyrir hinar einstöku búfjártegundir og
miðuð við virkilega framleiðslu á árinu.
Samkvæmt þessu var notkunin sem hér
segir:
Fóðurein.
Innflutt kraftfóður .......... 15.500.000
— klíð ..................... 2.500.000
Síldar- og fiskimjöl .......... 6.050.000
Hey (allskonar) ............. 110.000.000
Nýmjólk ......................... 270.000
Undanrenna ...................... 340.000
Samanlögð fóðurgjöf: 134.660.000
Beit ............................. 200.882.000
Fóðurnotkun samtals: 335.542.000
: ' -3: íi¥
J . , ,., &
Tölurnar sýna, að 60% af fóðrinu afla
skepnurnar sjálfar á beit á öllum ársins
tímum en langmest að sumrinu. Af sam-
anlögðu fóðurmagni eru 5.4% innflutt.