Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1950, Qupperneq 27

Freyr - 01.01.1950, Qupperneq 27
PREYR 21 2 smálestir af grænfóðri að hausti með beit ............. 200 f. e. 6 smálestir af votheyi ......... 1.000 f. e. 1,2 smálestir af góðri töðu .... 550 f. e, 290 kg af blöndu síldarmj öls, maís og klíð ................... 290 f. e. Samtals 2.900 f. e. Að sjálfsögðu eru hér lagðar til grund- vallar meðaltalstölur, en frávik eru mikil eftir því á hvaða tíma árs kýrnar bera. Vorbærurnar þurfa meira gras og minna fóður að vetrinum. Því er ástæða til að sjá um, að þær hafi góða sumarhaga, enda ber bændum að kappkosta að kýrnar hafi gott beitiland yfirleitt. Fóðrið, sem þær sjálfar taka á jörðunni, er auðvitað ó- dýrasta fóðrið, sem völ er á. Fyrir það þarf enga geymslu og ekkert erfiði er við að losa það og þurrka. Ef fóðureiningin í heyi kostar bóndann 80—90 aura, má víst gera ráð fyrir, að grasverðið sé í hæsta lagi þriðjungur þessa verðs. Það borgar sig að hafa beitartím- ann sem lengstan og beztan. Þess vegna þarf grænfóður að haustinu. Olíudýfíng eggja Fyrir tveimur árum síðan báruzt fregnir um það frá Ameríku, að ný aðferð við geymslu eggja væri reynd, og fylgdi það fregninni að hún þætti betri en hinar eldri. Aðferð þessi er olíudýfing eggjanna áður en þau eru sett í kælihús til geymslu við 0—1 stiga hita. Meðferð þessi hefir Það hlutverk að loka smáholum þeim, sem eru á skurninni. Tilraunir með þessa aðferð hafa verið gerðar á ýmsum stöðum, t. d. við stofnun eina í Gautaborg, sem vinnur að ýmsum rannsóknum á sviði matvælageymslu. Bráðabirgða niðurstöður þeirra rannsókna segja, að eftir fjögurra mánaða geymslu eggja, sem ekkert var við gert áður en þau fóru á kælihúsið, var rýrnunin 3,2% en þau egg, sem olíudýfð voru áður, létt- ust aðeins 1,3%. Eftir 6 mánaða geymslu nam rýrnunin 22% hjá þeim olíudýfðu en 5,4 hjá hinum. Við gæðamat eftir fjögurra mánaða geymslu voru 59,4% af þeim olíudýfðu tal- in fyrsta flokks, samkvæmt strangri ame- rískri matsferð. Þau egg, sem ekkert var við gert, náðu alls ekki í fyrsta flokk. Önnur aðferð við geymslu eggja hefir verið prófuð vestan hafs, svonefnd örygg- ishitun (termostabilisering). Eggjunum er dýft í 60 stiga heitt olíubað í 9 mínútur. Þau egg, sem hagrætt var á þennan hátt, léttust aðeins 1,2% við fjögurra mán- aða geymslu og 1,6% við sex mánaða geymslu í kælihúsi. Gæði eggjanna voru mun meiri, að þess- um tíma liðnum, ef þau voru öryggishituð í stað þess að vera dýft í kalda olíu, enda komu 64,3% í fyrsta flokk. Nokkuð bar á því, að hvíta hinna hituðu eggja hafði hlaupið saman, þ. e. a- s. að hitastigið hefir annaðhvort verið of hátt eða þeim haldið helzt til lengi í baðinu. Það er talið mikils vert að bæði hitastig og tíma sé gætt ná- kvæmlega. (Eftir Mejeriposten). G.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.