Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1950, Side 28

Freyr - 01.01.1950, Side 28
22 FREYR Hormón hindrar spírun kartaflna Á síðari árum hefir verið bæði ritað og rætt um hormóna í sambandi við ræktun jurta, útrýmingu illgresis og fleira, varð- andi jarðyrkju og garðyrkju. Fíflum hefir verið útrýmt úr graslendum með slíkum lyfjum og ýmsar aðrar jurtir, sem taldar eru óþarfar, hafa orðið að láta í minni pokann á sama hátt. Og nú er byrjað að nota hormón til þess að hindra að kartöflur spíri. Þegar vorið nálgast og hlýnar í veðri, er það alþekkt, að erfiðlega gengur að hindra að kartöfl- ur spíri, þær, sem nota skal til matar. Nú þarf rýrnun og eyðilegging matar- kartaflna ekki að vera til skapraunar og skaða oftar vegna þess, að þær spíra. Til þess að hindra spírunina er notað lyf, sem verksmiðjur framleiða. í einni af verk- smiðjum dönsku samvinnufélaganna er slíkt lyf framleitt. Heitir það „Spika“. Hormóni er blandað í fylliefni og af þessu verður til duft, sem dreift er yfir kartöflurnar við skilyrði, sem henta eftir staðháttum. Sé um mikið magn að ræða, þá eru kar- töflurnar hafðar í bingjum og þeim mokað um gætilega svo að duftið snerti þær allar. sé um minna magn að ræða er bezt að hafa þær í kössum, dreifa duftinu yfir og hrista síðan kassana. Ef aðeins er um að ræða kartöflur til heimilisnota, þá er ráðlagt að fóðra kassa innan með pappír eða bara dagblöðum, setja síðan ofurlítinn skammt af kartöfl- um í kassann, hrista, nýjan skammt í kassann og svo koll af kolli unz allt hefir verið með farið á þennan hátt. Að þessu loknu þykir gott, til öryggis, að setja kar- töflurnar í ílát og hafa lok yfir, svo að guf- ur duftsins nái til þeirra bletta, sem ekki urðu snertir í fyrstu, einkum eru það aug- un, sem þurfa að verða fyrir áhrifum efna þeirra, er hindra spírunina. Það fer eftir geymsluskilyrðunum hve- nær hæfilegt er að dreifa duftinu. í hlýj- um kjallara getur verið hætta á, að kar- töflurnar spíri strax í desember. Annars- staðar ekki fyrri en í apríl eða maí. Það er um að gera að „dufta“ þær áður en spírun byrjar. G. Aukning nythæöar Fyrir nokkru síðan skrifaði tilraunastjóri Wenzel Eskedal, Tilraunastofnun búfjár- ræktarinnar í Danmörkðu, um þýðingu þess að auka afurðir kúnna og gat þess, að þó að meðal-nythæðin væri nú hátt á fjórða þúsund kg. á kú á ári í eftirlitsfélög- unum væri samt vandalaust að auka hana að miklum mun og að minnsta kosti um 30%. Byggði hann þessa staðhæfingu á því, að síðastliðinn vetur voru gerðar tilraunir um aukningu afurða metkúa og tókst það með ágætum, svo að metskepnurnar hækk- uðu met sín stórlega. Hvað mundi þá um venjulegar skepnur? sögðu menn, ef að þeim væri búið á alla grein, svo að þær gætu aukið afurðirnar. í tilefni af þessu hafa ýmsir komið fram á ritvöllinn og sagt álit sitt. Eru þeir flestir einróma um staðhæfingu Eskedals og segja eins og hann, að það sem þurfi að gera sé að viðhafa miklu meiri nákvæmni en venja er, fóðra þurfi miklu betur, reglulegar og veita yfirleitt öll skilyrði fullkomnari. Þá er enginn vandi að auka afurðarmagnið um 30% og það borgar sig. Það hefir lengi verið þekkt, að á smá- búum hafa kýr yfileitt gefið meiri afurðir en á hinum stærri, sjálfsagt af því, að þar sem fátt er í fjósi er tekið sérstakt tillit til einstaklinganna. Flestir þeir, sem lagt hafa orð í belg, full- yrða, að það sé aukin þekking, meiri ná- kvæmni og meir alúð, sem beita þurfi til þess að ná umræddu marki. Hvað mundum við þá mega segja hér á landi, því á ólíku stigi stöndum vér í þessum efnum?

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.