Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1951, Page 3

Freyr - 01.08.1951, Page 3
XLVI. ARGANGUR. NR. 16—17 REYKJAVÍK, ÁGÚST 1951. KRISTJAN BENEDIKTSSON: Frídagur sveitafólksins Austur-Skaftfellingar hafa ákveðið, að fyrst um sinn, eða unz aðrar ráðstafanir verða gerðar, skuli Jónsmessudagur verða frídagur og hátíðisdagur svcitafólksins þar í sýslu. Var hann hátíðlegur liald- inn í fyrsta sinn í sumar. í Mýrahreppi fór fólk til fjalla og hélt þar samkomu. Kristján Benediktsson, bóndi í Einholti, hugðist verða þar aldursforseti á samkomunni — hann er nú sjötugur — cn svo varð ekki, því að þar mætti fólk allt að 75 ára að aldri og svo auðvitað allt sem yngra var. Eftirfarandi erindi flutti Kristján við þetta tæki- færi. Ritstj. „Eg er bóndi og allt mitt á undir sól og regni“. Allt okkar líf hér á jörðu er undir því komið, að skiptist á skin og skúr, sól og dögg. Sólin hefur verið talin móðir alls lífs á jörðinni, en ef döggina vantar skræln- ar allur gróður og verður að engu, og ekk- ert líf mundi lengur þróast og það mundi jafnvel hverfa með öllu. Það varðar okkur því mjög, sem landbúnað stundum ekki sízt, að skin og skúr skiptist á í hagkvæmum hlutföllum fyrir gróður jarðar og fyrir allt vort líf. Þetta varðar svo mjög líf okkar hér norður á íslandi, hvar sem við erum bú- sett og alveg eins hér á suðurströndinni í Hornafirði og hér heima í Mýrasveit. Ekki finnst okkur alltaf almættið haga sem bezt fyrir okkur skiptingu skins og skúra. Að öllu er fundið, en erfiðara að ráða við að færa eitt og annað í hagkvæmara form og verður okkur það helzt tiltækilegt að færa okkurmð nokkru í varnarstöðu jafnframt því að sækja fram, ýmist með hægfara eða hraðfara þróun. Þegar okkur vantar skúr- ir á hentugum tíma reynum við að finna ráð til þess að bæta það upp að nokkru. Þegar okkur vantar sól, erum við að reyna að finna ráð til þess að koma í veg fyrir örlagarík áhrif á líf vort er af því leiðir. Þetta er á sjómannavísu kallað að „haga seglum eftir vindi“, en við, sem landbúnað stundum, getum sagt að við séum að reyna að eiga ekki allt undir sól og regni. Og nokkuð hefur áunnizt, það finnum við

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.