Freyr - 01.08.1951, Page 10
246
FRE YR
ber. Hjá grannþjóðum okkar er starfstím-
inn jafnan 8 mánuðir og uppskerutíminn
5—6 mánuðir. Það segir sig sjálft, að af-
komumöguleikar hljóta að vera betri við
þær kringumstæður. Það mundi líka vera
mun drýgra að geta haldið slitlaust áfram
við öflun vetrarfóðurs frá júlíbyrjun til
septemberloka. Að þessu ber að stefna.
Ræktaða landið þarf að vera það stórt á
hverju býli, að tveir slættir töðu og græn-
fóðurverkun sé svo mikil, eða, ef ekki er
aflað svo mikils fóðurs, þá einhvers þess,
sem gefur hliðstæðar tekjur í bú bóndans.
Einhver mun segja, að ekki sé hægt að afla
fóðurs lengur en til 20. september — til
gangna. Má vera og sjálfsagt ekki þar, sem
sauðfjárrækt er stunduð sem aðal atvinna.
En stundum er þá líka hægt að byrja hey-
skap fyrr en með júlíbyrjun.
En það er annað, sem minna ber á í
þessu sambandi. Það er ekki hægt að
þurrka hvernig sem viðrar. Þess minnast
margir frá sumrinu 1950 og þess minnast
allir frá óþurrkaköflum flestra sumra. En
það er einmitt þetta, sem menn verða að
keppa að, að vera sem minnst háðir vatni
og vindi. Á hverri bújörð þurfa að vera skil-
yrði til þess að losa fóðrið þegar það er á
hæfilegu vaxtarstigi og hirða það um leið,
eða svo fljótt sem orðið getur, svo að tap
í fóðurgildi og lífrænu gildi verði sem
minnst. Það þarf að vera hægt að þurrka
þegar við á, og votheysverka þegar við á.
í því er miklu meiri fóðurtrygging fólgin
en nokkurn hefir grunað, og menn almennt
hyggja.
Eða hvort hafa bændur almennt gert sér
grein fyrir því, að kýrfóðrið, sem stendur
úti á túni sem græn grös, verður einatt að-
eins hálft kýrfóður þegar það er loksins
komið í jötuna að vetrinum. Ef menn hug-
leiddu þá staðreynd og gerðu allt, sem í
þeirra valdi stendur til þess að hefta hvarf
þeirra verðmæta, sem hér um ræðir, þá
mundu margir betur settir er á móti blæs
á útmánuðum, eða þegar snær þekur jörð
fram í júnílok.
Grasið grær og vex. Grasið er bezta fóðr-
ið sem skepnurnar fá. Næst því er það fóð-
ur, úr grösum og öðrum fóðurjurtum gert,
sem við verkun og geymslu frá sumri til
vetrar tapar minnstu af hinum uppruna-
Það gengur furðu greiðlega að
þurrka heyið með nýtízku vélutn.
Hestknúin tœki afkasta svo miklu,
að i venjulegu árferði miðar vel
við heyskap með aðstoð þeirra. En
það er þetta, sem bcendur þurfa
að gera sér grein fyrir, að snún-
ingsvélin er gagnslaus þegar regn
eða súld rikir dögum og vikurn
sarnan. Þá þarf aðrar vélar og önn-
ur úrrceði til fóðurverkunar.