Freyr - 01.08.1951, Síða 13
FREYR
249
23. gr. Ríkisstjórnin setur á stofn og rekur hér-
aðsrafmagnsveitur, þar sem ekki eru aðrar héraðs-
rafmagnsveitur fyrir hendi, með þeim skilyrðum,
sem segir í lögum þessum.
Rafmagnsveiturnar skulu vera eign ríkisins og
reknar sem fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki með
sérstöku reikningshaldi undir yfirumsjón þess ráð-
herra, sem fer með raforkumál.
Stofnunin heitir: héraðsrafmagnsveitur ríkisins.
24. gr. Rafmagnsveitur ríkisins annast rekstur
héraðsrafmagnsveitna ríkisins, og hafa raforkumála
stjóri og rafmagnsveitusljóri ríkisins á hendi um-
sjón og stjórn þeirra á sama hátt og gildir um
rafmagnsveitur ríkisins.
Héraðsrafmagnsveitur ríkisins endurgreiða raf-
magnsveitum ríkisins allan kostnað, sem þær hafa
af stjórn og rekstri héraðsrafmagnsveitnanna, eftir
reikningi, sem ráðherra samþykkir.
25. gr. Héraðsrafmagnsveitur ríkisins vinna orku
í eigin orkuverum eða kaupa hana frá öðrum orku-
verum eða orkuveitum, vcita henni um þau svæði,
sem orkuveitútaugar þeina ná yfir á hverjum tíma,
og afhenda hana hverjum kaupanda við húsvegg
hans eða á notkunarstað.
26. gr. Til þess að koma upp mannvirkjum liér-
aðsrafmagnsveitna rikisins skal fjár aflað:
a. með lántökum;
b. með framlögum úr ríkissjóði, eftir því sem
ákveðið kann að verða í fjárlögum;
c. með framlögum úr héraði, sbr. 27. gr., og
d. með tekjuafgangi héraðsrafmagnsveitna ríkis-
ins, sbr. 30. gr.
27. gr. Gegn óendurkræfu og vaxtalausu fram
lagi ríkissjóðs til héraðsrafmagnsveitu ríkisins skal
ávallt koma óendurkræft og vaxtalaust framlag úr
héraði, er að upphæð nemi minnst i/s af framlagi
ríkissjóðs. Framlag úr héraði greiðist úr sýslusjóði
og má i' reglugerð, sem hver sýslumaður semur og
ráðherrra staðfestir, setja um það ákvæði, hvernig
sýslusjóði sktdi koma sérstakar tekjur fyrir þeim
greiðslum, þar á meðal þau skilyrði, að rafmagns-
neytandi hafi greitt ákveðið gjald, heimtaugagjakl,
áður en veitutaugar eru lagðar að húsi hans eða
jarðeign. Framlag úr sýslusjóði til héraðsrafmagns-
veitu ríkisins getur sýslunefnd bundið við tiltekið
mannvirki.
28. gr. Áður en ráðizt er i að koma upp orku-
veitu eða reisa orkuver, skal að undangengnum
rannsóknum gera nákvæmar áætlanir um tekjur og
gjöld af mannvirkjunum.
Nú sýna áætlanir ,að tekjur af mannvirkjunum
muni eigi nægja til að greiða vexti og afborgan-
ir af öllum stofnkostnaði, þar með talið hæfilegt
gjald í varasjóð, og má þá eigi gera mannvirkin,
nema héraðsrafmagnsveitum ríkisins hafi komið
óendurkræf og vaxtalaus framlög, sbr. 26. og 27. gr.,
sem nægi til að greiða þann hluta stofnkostnaðar,
sem umfram er það, er tekjur af mannvirkjunum
geta staðið undir.
29. gr. Nú er í senn um að ræða að gera fleiri
en eina nýja héraðsrafmagnsveitu ríkisins eða aukn-
ingar eldri veitna, og skal þá sú veita ganga fyrir
um framkvæmd, sem áætlanir sýna, að ber sig bet-
ur fjárhagslega.
30. gr. Bókhaldi héraðsrafmagnsveitna ríkisins
skal, eftir því sem kostur er, hagað þannig, að það
sýni stofnkostnað veitnanna innan hverrar sýslu
um sig.
Nú verður tekjuafgangur af rekstri héraðsraf-
magnsveitna ríkisins innan sýslunnar, og skal lion-
um varið til aukningar og endurbóta á veitum í
þeirri sýslu. Reiknast í því sambandi sem framlag
úr héraði jafnhár hundraðshluti af þeim tekjuaf-
gangi og framlag úr sýslunni þá er orðið af öllu
framlagi til héraðsrafmagnsveitna ríkisins innan
sýslunnar.
31. gr. Gjald fyrir raforku frá héraðsrafmagns-
veitum ríkisins skal ákveða í gjaldskrá, sem stjórn
þeirra semur og ráðherra staðfestir.
32. gr. Ráðherra setur með reglugerð nánari fvr-
irmæli um framkvæmd á ákvæðum þessara laga
um héraðsrafmagnsveitur ríkisins.
Reglugerð sú, sem um getur í 32. gr., hef-
ur verið gefin út, er staðfest af atvinnu-
málaráðuneytinu þann 13. maí 1947 og birt
í stjórnartíðindunum, og sömuleiðis hafa
verið staðfestar og gefnar úr gjaldskrár
samkvæmt 31. gr. En hér verður ekki rætt
að sinni um rekstursháttu héraðsrafmagns-
veitnanna, sem þessi reglugerð fjallar að-
allega um, né heldur gjaldskrármál þeirra,
það verður efni síðari greina í þessum
greinaflokki. Fyrst er að gera grein fyrir
fjáröflun til framkvæmdanna.
Styrkpörf.
Eins og skýrt er frá í fyrstu grein þessa
greinaflokks, hefur verið reiknað með, að
stofnkostnaður samveitna í sveitum, miðað