Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1951, Side 15

Freyr - 01.08.1951, Side 15
PRE YR 251 hefur þó lítið orðið úr slíkum lántökum. Sýslumenn hafa innheimt heimtauga- gjöldin og afhent þau öll til héraðsraf- magnsveitna ríkisins, án þess að nákvæm- lega hafi verið gert upp, hvort héraðsfram- iag til hverrar veitu yrði á þann hátt meira eða minna en lögin gera ráð fyrir — þ. e. J/4 styrkþarfar hverrar veitu. Bókfærður stofnkostnaður héraðsraf- magnsveitnanna, að meðtöldum veitum í byggingu, var 13,8 milj kr í árslok 1950, og bókfærð heimtaugagjöld, greidd til veitn- anna, námu á sama tíma rétt rúmum 2 milj kr, eða 14,5% af bókfærðum stofn- kostnaði. Heimtaugagjöldin höfðu þannig ekki náð tilætluðu héraðsframlagi, 20% af stofnkostnaði, en þess ber að geta, að nokk- ur hluti greiddra heimtaugargjalda lá hjá sýslumönnum og nokkuð var óinnheimt af því sem gjaldfallið var. Auk þess verða heimtaugagjöldin óhjákvæmilega á eftir stofnkostnaði vegna þess, að tiltölulega mikill kostnaður er í byrjun lagður í stofn- línur, þrífasa línur, sem dreifilínurnar eru síðan lagðar frá í áföngum; en það eru dreifilínurnar, sem skila heimtaugagjöld- unum, ef svo má segja. Samkvæmt skýrslu um 137 býli hefur meðaltal greiddra heim- taugagjalda verið 6.900 kr, eða 15% hærra en áætlað. En varasamt er að draga álykt- anir af þessari tölu um endanlega útkomu heimtaugagjaldanna; bæði eru býlin fá og eins hætt við að þau sem tekin eru í fyrstu áföngunum séu yfir meðallagi í fasteigna- mati. Eins og þegar er drepið á, er nú á döf- inni tillaga um breytingar á reglugerðum rafveitusjóðanna. í tillögunni er gert ráð fyrir, að heimtaugagjöldin hækki upp í 9.000 kr. á hvert býli eða því sem næst, til samræmis við áðurgreinda hækkun stofn- kostnaðar. Grunngjaldshlutinn er ákveð- inn með nokkru öðru móti en verið hefur, en verður yfirleitt 3.000 kr af hverri bú- jörð, þaraf 1.000 af íbúðarhúsinu og 2.000 kr af búinu með tilheyrandi útihúsum. Til viðbótar grunngjaldinu kemur hundraðs- hluti af fasteignamatsverði lands og húsa og miðast við, að þessi hluti gjaldsins verði 6.000 kr af meðalbúi í hverri sýslu, þó þann- ig að hvergi er farið yfir 60% af matsverði. Ennfremur er hundraðshlutinn lækkaður í öllum sýslum niður í 20% af þeim hluta fasteignamatsverðs, sem er yfir 55.000 til 70.000 krónur allt að 500.00 krónum og nið- ur í 5% af matsverði þar yfir. Þessi lækk- un miðast við, að heimtaugagjald verði ekki óeðlilega hátt, hærra en raunveruleg- ur stofnkostnaðarhluti gjaldandans, en kemur ekki til greina nema í einstöku til- fellum. Loks eru sett skýrari ákvæði en verið hafa í reglugerðunum um gjöld af viðbótarbyggingum og nýjum húsum, sem tengd eru við veiturnar eftir að heimtauga- gjöld eru innheimt í fyrsta sinn, sem er gert áður en bygging veitu er hafin. Tillögur um þessar breytingar hafa ver- ið sendar sýslunefndaroddvitum. Þær hafa þegar verið samþykktar fyrir tvær sýslur, Rangárvallasýslu og Suður-Þingeyjarsýslu, og munu hafa verið teknar fyrir á sýslu- fundum annarra sýslna, sem hlut eiga að máli. Hækkun heimtaugagjaldanna er lögum samkvæmt skilyrði fyrir áframhaldandi ríkisstyrki til héraðsveitnanna og bein af- leiðing af undanfarandi verðhækkunum. í umræddri tillögu er hækkunin miðuð við núverandi verðlag, án tillits til áframhald- andi verðhækkana, og jafnframt við lág- marksframlag héraðanna samkvæmt lög- unum, þ. e. % af styrkþörf veitnanna. Til- lagan er því byggð á þeirri forsendu, að verðlag hækki ekki til muna frá því sem nú er, og að % hlutar styrkþarfarinnar, að meðaltali 27.000 kr á hvert býli, fáist úr ríkissjóði. Loks er miðað við, að lengd há- spennulína fari ekki fram úr 1 km á hvert býli til jafnaðar. Fari línulengd veitu fram úr því, eykst styrkþörfin að sjálfsögðu, eins og nánar mun vikið að. Framlag ríkissjóðs og lántaka. Framlag ríkissjóðs til héraðsrafmagns- veitnanna, sem fært er í fjárlögum sem fjárveiting „til nýrra raforkuframkvæmda“, hefur verið þannig:

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.