Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1951, Page 21

Freyr - 01.08.1951, Page 21
FRE YR 257 myndir um hvernig vinna ber það, sem enn er ógert. Ekkert útflúr á húsunum, ytra eða innra, engin listaverk, hvorki höggmyndir eða málverk, geta skapað þá friðsæld og þá hlýju, sem þróttmikill gróður, í fögrum blómagarði og trjálundi, gerir umhverfis heimilið. Á sumrin getur ilmur gróðursins auk þess fyllt stofurnar, en á vetrum hlífa greinarnar gegn verstu stormunum. Þar er friðsæld innan veggja, sem vel yrktur garð- ur er utan húss. Og umrædd bók gerir okkur grein fyrir ástæðunum eins og þær eru í dag, viðvíkj- andi ræktun trjálunda og skrautgarða. í görðunum eru jurtir, runnar og tré frá öll- um álfum heimsins og fleiri og fleiri bæt- ast í hópinn á hverju ári. Ég opna þessa bók flesta daga mér til sívaxandi ánægju. Og ég veit að fjöldi manna gerir það einn- ig, til gleði og til gagns. G. HAUKUR INGJALDSSON: Verðlagsmál landbúnaðarins Kaup bœnda og fleira. Raddir hafa oft heyrzt um það, að fjár- hlutur okkar bænda innan þjóðarbúsins sé nokkuð fyrir borð borinn, og því um kennt, að við verðum að sæta dómi um verðlag framleiðsluvara okkar, en aðrar stéttir hafi að mestu sjálfdæmi um kaup sitt og kjör. Eflaust er þetta rétt. En svo heyrast aðr- ar raddir sem segja, að í réttarríki verði að gilda dómar. Hnefarétturinn megi þar aldrei veri æðsti dómstóll, og okkar þjóð- félag sýni það nú augljóslega, að hnefa- rétt stéttanna verði að skerða eða afnema, og að kaup og kjör 'allra stétta verði óhjá- kvæmilega að ákveða með dómum, sem ríkisvaldið framfylgi. Slíkt er auðvitað frelsisskerðing, sem er þolandi ef réttlát- lega er dæmt. En séu dæmdir mjög hlut- drægir dómar, og þeim framfylgt, verður afleiðingin sú, að fólki fækkar í þeim at- vinnugreinum, sem dæmd eru verst kjör, en fjölgar í hinum, sem of góð kjör fá. Er það sá yfirdómur, sem slíkir dómstólar hljóta. Verðlagsráð landbúnaðarins hefir nú starfað í nokkur ár. Mætti því fara að at- huga, hvort þróun atvinnuveganna sé þeg- ar farin að dæma sinn yfirdóm. En í þetta sinn vil ég aðeins drepa á örfá atriði, þar sem ég tel okkur bændur hafa verið rang- indum beitta. Kaup bænda á að miðast við kaup ann- arra vinnandi stétta, en „vinnandi“ eru víst taldar allar stéttir, svo með því er lít- ið sagt. í framkvæmd hefir svo verið mið- að við kauptaxta Dagsbrúnar og annarra verkamannafélaga, það er þeirra manna, sem ekki er ætlast til að kunni neitt sér- staklega til verka, og sem venjulega bera enga ábyrgð á afkomu þeirra fyrirtækja, sem þeir starfa við. Bændur bera hins veg- ar fulla ábyrgð á sínum búrekstri, — og sú ábyrgð er oft allþung. Þeir verða líka að kunna mjög margt til sinna fjölbreyttu starfa, enda mega það teljast óskráð lög í okkar landi, að enginn verður bóndi nema að hafa áður unnið að landbúnaði all mörg ár, venjulega allt frá barnæsku. Þessvegna erum við alls ekki sambærilegir við al- menna verkamenn, heldur miklu fremur við iðnaðarmenn, og þá sérstaklega, sem vinna á eigin verkstæðum, annaðhvort ein- ir eða sem verkstjórar, með stærri eða minni hóp iðnverkamanna og lærisveina. Iðnað- armenn hafa, eins og bændur, áður lært sitt verk með vinnu í nokkur ár, oftast þó á fáum árum, enda eru störf þeirra sjald- an eða aldrei jafn fjölbreytt og störf bænda; og nú á seinni árum er einnig kraf- ist af þeim sérstakrar skólagöngu. Með verklegt og bóklegt nám höfum við bænd- ur meira frelsi, sem vonandi verður ekki af okkur tekið, en fjölmargir hafa þó num- ið búfræði í skólum. Reynslan mun sú, hjá báðum þessum stéttum, að langt skólanám sé oftast lítils virði, þar sem það eykur sjaldnast þrek né mannkosti nemendanna. En það er mikill munur á kaupi iðnmeist- ara og venjulegra verkamanna, og skiptir því miklu við hvora er miðað.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.