Freyr - 01.08.1951, Blaðsíða 23
FREYR
259
dómanefnd bændum á fj árskiptasvæðinu,
sem þá var nokkur hluti Strandasýslu,
Dalasýslu, Barðastrandarsýslu og Vestur-
Húnavatnssýslu, að kaupa fé úr „grunaða
hólfinu“ milli varnargirðinganna Stein-
grímsfjörður—Þorskafjörður og ísafjörður
—Kollafjörður. Það haust deildu menn um
réttlátt verð líflambanna. Yfirstjórn verð-
lagsmálanna hér syðra ákvað, að greitt
yrði út það haust áætlað verð, en verðupp-
bót yrði greidd síðar, og seljandi hlyti að
lokum fullt frálagsverð fyrir hin seldu
lömb.
Haustið 1948 tilkynnti Verðlagsráð land-
búnaðarvara verðuppbætur þær, sem sann-
gjarnt var talið að greiða. Mörgum vest-
firzkum bændum brá; töldu þeir að hallað
væri á seljendur umfram alla sanngirni.
Ýmsir, sem áður höfðu látið lömb sín til
lífs með glöðum huga án þess að búast við
hagnaði, fylltust nú gremju yfir verðlag-
inu, og allir þar voru á einu máli um, að
verð líflambanna væri ekki viðunandi.
En gögn, til þess að hnekkja verðlagning-
unni fyrir dómi, voru af skornum skammti
og engin samtök voru gerð meðal seljenda.
Ég var meðal þeirra, sem sáu góðar von-
ir bregðast. í Kaldrananeshreppi hafði,
haustið 1947, þrem mönnum, á skyndifundi
í Skarðsrétt, verið falið að gera sérsamn-
inga við kaupendur líflambanna. Næðist
ekki samkomulag um verð var meiningin að
neita að selja. Ég var einn þessara manna,
en leit öðrum augum á þessa aðferð en
margir sveitungar mínir; mætti ég því ekki
á fyrirhuguðum samningafundi, enda engir
sérsamningar gerðir og lömbin látin á þeim
grundvelli, sem valdhafarnir fyrirskipuðu.
Haustið eftir, er sýnt var hvert hið endan-
lega líflambaverð var ákveðið, var ég óspart
brýndur með því að ég hefði svikið sveit-
unga mína haustið áður um að heimta sér-
samninga svo sannvirði næðizt. Er ég, í
næði, athugaði hvað lagt væri verðlagn-
ingunni til grundvallar minntist ég grein-
anna, sem getið var hér í upphafi. Ein
þeirra bar yfirskriftina „Kálfur eða kind“.
Var í greinum þessum, af öðrum aðila, lagt
mjög að jöfnu byggingarlag og holdafar
vestfirzka fjárins og ungkálfa. Mér virtist
að á sjónarmiði, sem ekki lægi fjarri þessu,
hlyti verðlagningin að byggjast.
Ég hefi ekki haft aðstöðu til þess að
kynnast verulega byggingarlagi og holda-
fari sauðfjár í öðrum landshlutum. Þó
þekkti ég hið orðlagða Gottorpsfé og fjár-
stofninn hans Jóns á Laxamýri; átti ég fé
af þeim fjárstofnum báðum, sem og af koll-
ótta fjárstofninum okkar Stranda-, Barð-
strendinga- og Dalamanna. Um fjárstofna,
sem tækju þessum fram, höfum við
Strandamenn lítið heyrt, nema ef vera
kynni í Hrunamanna- og Gnúpverjahrepp-
um í Árnessýslu, og féð hans Gísla í Ey-
hildarholti, ef þar er um sérstaka fjár-
stofna að ræða.
Haustið 1948 voru hrútasýningar haldn-
ar á Vestfjöðrum. Mætti dr. Halldór Pálsson
á sýningunum í Strandasýslu og dæmdi
hrútana. Á sýningu í Kirkjubólshreppi
mættu um 80 veturgamlir hrútar; hlaut
fjórði hver þeirra fyrstu verðlaun. Þetta
mun betri útkoma en áður er þekkt við
hliðstæðar aðstæður, og gaf fyllilega til
kynna, að á Vestfjörðum væri hreint ekki
svo fátt fé, er fullnægði hinum ströngu
kröfum, sem dr. Halldór gerir til velbyggðs
sauðfjár. Enda er sannfæring mín sú, að
fé okkar Strandamanna standi upp og of-
an jafnfætis því bezta sem gerist í öðrum
byggðarlögum, en vegna rýrings-haglendis,
og annara utanaðkomandi áhrifa, sýni það
ekki ætíð hið bezta, sem í því býr.
Flestir munu viðurkenna, að verð sauðfjár
afurða til bænda hafi ekki mátt lægra vera
á undanförnum árum. Flóttinn úr sveitun-
um til bæjanna hefir mikið stafað af því,
hve mikill hluti heildarteknanna hefir far-
ið í kostnað. Menn hafa séð, að allskonar
milliliðastörf, jafnvel stunduð sem ígrip,
hafa gefið meiri tekjur en meðalbú. Jafn-
vel innan búnaðarsamtakanna eru til
menn, sem halda því fram, að Vestfjarða-
kjálkinn eigi að leggjast í eyði. Lífsbarátt-
an á Vestfjörðum er hörð, en fá munu þau
gæði á landi hér, sem ekki krefjast starfs,
og starfs er vissulega þörf á Vestfjarða-
kjálkanum ef takast á að fyrirbyggja að
upplausn sú, sem átt hefir sér stað í Norð-
ur-ísafjarðarsýslu, breiðist út. Það hlýtur