Freyr - 01.08.1951, Side 32
268
FREYR
ljóðum mínum, en fyrir það fékk ég eitt sinn „kritik“ hjá
rithöfundi, sem þóttist vita betur. Víst hlær hún, og
danska mo!din ekki síður en sú íslenzka. Gamli maðurinn
horfir á mig.
„Þér eruð frá Isjandi," segir hann.
„Já, en hvernig vitið þér það? Ber ég það utan á mér?“
„Eg veit ekki hvernig ég veit það, en ég veit það nú
samt. Ég er forvitinn karl, skal ég segja yður. Það er frá
mörgum löndum þarna í háskólanum.“
„Já, frá Norðurlöndunum öllum og Grænlandi, og svo
frá Þýzkalandi og Indlandi.“
Mér þykir leitt að hafa ekki tíma til að spjalla lengur
við þennan skemmtilega, aldraða mann, en ég verð að
hraða mér til ákvörðunarstaðarins. Skórnir mínir klappa
malbikið á götunum. Gatan er mjúk af sólarhitanum.
Beggja megin vegarins eru kýr á beit, tjóðraðar, vamb-
miklar, með stærðar mjólkurjúgur. Það væri ekkert á
móti því að vera belja á slíku haglendi — en þá er það
tjóðrið. Það er slæmt að vera bundin. Nei, þá er betra
að vera ég sjálf.
I dag skín sólin og ég er á forvitnisferð. Þarna er hann,
búgarðurinn, sem ég hefi haft augastað á. Húsin eru
reisuleg, hvítkölkuð, með rauðum þökum. Fallegur garð-
ur, víðáttumiklir akrar, grösugt tún. Ég staðnæmist við
garðshliðið. Það er líklega húsmóðirin, sem er að vinna
þarna ! garðinum.
„Góðan daginn,“ segi ég, og bið afsökunar á að ég
skuli vaða inn í garðinn til hennar, svona óboðin. „Ég
er íslenzk bóndadóttir, sem langar til að kynnast dönsku
bændafólki. Ég hefi ekki haft tíma til þess þann tíma,
sem ég er búin að dvelja í Danmörku. Þetta er reglulega
reisulegur og myndarlegur búgarður. Eruð þér húsmóðir-
in hér?“
„Komið þér sælar. Það er ekkert að afsaka. Já, ég er
húsmóðirin. Ég heiti Karen Gejl.“
„Er þetta ættaróðal?“
„Já, það er ættaróðal mannsins míns.“
„Og heitir hvað?“
„Bosagerglrd."
„Það er fallegt nafn,“ segi ég.
„Hafið þið margar skepnur?"
„Við höfum 14 kýr, 10 kvígur, 50 svín, 100 hænsni og
4 hesta ■—■ einn af þeim er íslenzkur, það er uppáhalds-
hestur sonar míns og hans eign. Það er ljómandi skepna.“
„Eigið þið mörg börn?“
„Nei, bara þennan eina dreng, en hann er góður sonur,
13 ára, stór og stilltur. Komið þér inn með mér og sjáið
mynd af honum. Sem stendur er hann við hyvinnu með
fólkinu. Gamli maðurinn þarna ! garðinum er föðurbróðir
mannsins míns. Hann hjálpar mér við jarðarberin og
fleira hér. Svona stór garður krefst mikillar vinnu.“
Við göngum inn bakdyra megin. Eldhúsið er glæsilegt.
Vatn sýður ! flautukatli á vélinni rétt eins og heima, hjá
sjálfri mér, á Akureyri. Við göngum til stofu, eða réttara
sagt: göngum um stofurnar, 3 glæsilegar stórar stofur, með
fínustu húsgögnum. Allt ber vott um velmegun. Frúin
tekur rnynd af borði í beztu stofunni.
„Hér erum við 3, hjónin og sonurinn.“
Það bregður fyrir glampa í augunum. Röddin er mild
og blíð.
„Þetta er falleg fjölskylda“ segi ég. „Sonurinn verður
vonandi húsbóndi hér síðar, þegar tímar l!ða.“
„Það vonum við. Oðalið má ekki lenda í höndum
vandalausra. Það er okkur gleði, að drengurinn er gefinn
fyrir búskap og ann heimilinu sínu. Það gefur okkur beztu
vonir. Það er sárt þegar börnin eira ekki heima og heim-
urinn gleypir þau — en nú skulum við ganga út í garð-
inn aftur, ég ætla að ná í bréfpoka og tína jarðarber !
hann handa yður. Við erum orðin leið á þeim sjálf. 1 ár
fáum við feikna uppskeru af þeim þó lítið hafi verið um
sól ! sumar. Eplin þarfnazt hennar. Vonandi stendur
þetta veður lengur en í dag.“
Frúin tínir berin í pokann. Ég óska með sjálfri mér að
hún tíni sem mest í hann. Jarðarber eru góð til átu og
ég hefi ekki fengið svo mikið að ég sé orðin leið á þeim.
Ég fæ ber í vænum poka, kveð frúna og þakka fyrir við-
tökurnar.
Hátt yfir höfði mér bærast laufkrónurnar. Það skrjáfar
í sírenunum um leið og þær hneigja sig í sumarblænum,
rétt eins og þær séu að kveðja mig um leið og ég geng
út úr garðinum. Ég lít á úrið mitt og sé, að ég næ í
tæka tíð í fyrirlesturinn hjá skólastjóranum. Hann ætlar
að tala um hjónabandið.
Þetta hefir verið ágætur dagur.
Askov, í júl! 1951.
HUGRÚN.