Freyr - 01.08.1951, Side 34
270
FREYR
Rafgirðingar
hafa í litlum mæli verið fluttar til landsins á undan-
förnum árum og margir bændur beðið óþreyjufullir eftir
þessum ágæta útbúnaði. A þessu ári var gjaldeyri varið
til kaupa á tækjum; hefir afgreiðsla öll gengið greiðlega
og fiöldi bænda óskað að fá þær, enda ekki óeðlilegt, því
að tækin eru ódýr og raígirðing kostar smámuni miðað
við aðrar girðingar, bví eins og allir vita er verð á sterk-
um staurum og gaddavír nú orðið geysi hátt. Galli er
bara að rafgirðingar eru ekki varzla fyrir sauðfé.
Ullarverðið
hefir fallið mjög á heimsmarkaðinum að undanförnu.
Stafar þetta mest af því, að Bandaríkjamenn hafa ekki
boðið í ullarframleiðsluna að þessu sinni móti öðrum
viðskiptalöndum. Talið er að ullarverðið hafi fallið allt
að 65% eða um 40 sent hvert enskt pund. Gangverðið
á heimsmarkaðinum hefir verið 115 sent pundið að und-
aníörnu.
Nœturfrost
voru víða um land nokkrar nætur um og eftir 10.
ágúst, svo að skemmdir urðu verulegar — og sums staðar
miklar — af þeirra völdum, einkum norðanlands. Ná-
lægt sjó urðu skemmdir þó ekki tilfinnanlegar, en víst
má telja að uppskera í haust muni langt um minni en
annars af þessum sökum.
Áburður eða kraftfóður.
Á fjölmennu landbúnaðarmóti í Svíþjóð í vor gerðu
nokkrir bændur grein fyrir því hvernig þeir væru
alveg óháðir innílutningi erlends fóðurs. Kváðust þeir
nota ríkulegt magn áburðar á engin, slá snemma, gera
vothey og nota ræktað land til beitar og á þennan hátt
fá meginmagn þess fóðurs, sem þarf til mjólkurframleiðslu
og kjötframleiðslu. Jafnvel þó að með þessu móti fengizt
svo sem 200 kg minni mjólk úr kúnni, urn árið, þá yrði
fjárhagslega útkoman samt betri með þvi að nota tilbúna
áburðinn í miklum mæli en spara kaup erlendra fóður-
vara.
Mundu ekki hliðstæðar ráðstafanir einnig standazt hér
á landi?
Norski búnaðarmálastjórinn
hefir nýlega tilkynnt, að þrátt fyrir að í Noregi eru nú
100 þúsund færri kýr en fyrir stríð var met sett í mjólk-
urframleiðslu á síðasta ári.
Þessu marki hafa menn náð með því að nota meiri
áburð en áður og í réttum hlutföllum, bæði á slægju-
löndin og beitilönd. Með þessu móti hefir fengizt miklu
meiri uppskera af hverri flatareiningu lands og betra fóð-
ur, því að nú er miklu fyrr byrjað að heyja en áður var.
Menn ráða líka betur við heyskapinn því verulegt magn
af grasi er sett í vothey, en fyrirhöfn við það er lítil og
óháð veðráttu.
Danskir bœndur
hafa sérstakan félagsskap í nautgriparækt, sem annast
allt er varðar sæðingar.
I maímánuði hélt landssamband þessa félags aðalfund
sinn. Var þá upplýst, að enn er ör þróun í þessari starf-
semi. Nærri 14 þúsund bændur bættust í félagshópinn á
síðasta ári. Nú eru 125.000 bændur meðlimir, en það eru
% allra bænda landsins. Þeir eru eigendur að um það bil
Zt allra kúa Iandsins. Innan félagsskaparins eru notuð
900 naut. Meðalkostnaður varð kr. 18,15 fyrir hverja
sæðingu en félagagjaldið var að meðaltali 19,27 kr. á kú.
Mismunurinn er notaður til þess að efla félagsframtak.
I þágu þessa hlutverks eru dýralæknar og inseminörar
starfandi. Dýralæknum fer fækkandi en þeim slðarnefndu
fjölgandi.
Aðalfundur
Stéttarsambands bænda, er í þetta sinn haldinn að
Hólum í Hjaltadal, 27. og 28. ágúst.
Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar
Ölafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. — Ritstjóri: Gisli Kristjánsson. —
Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sfmi 1957.
BÚNAÐARBLAÐ Prentsmiðjan Edda h.f.
J