Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 7

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 7
FRE YR 275 Rangárvallasýslu 2 Árnessýslu 1 Gullbringusýslu 1 Eyjafjarðarsýslu 5 Hafa 4 svörin því verið af Suðurlandi en 5 af Norðurlandi, en þetta hefir þýðingu að vita vegna hins mikla munar á veðráttu- fari norðan lands og sunnan þetta sumar, þegar allt lá við drukknun í Eyjafirði sök- um stórrigninga, en þurrviðri voru óvenju- leg syðra. í eftirfarandi eru bændurnir merktir með bókstöfum til hægðarauka, en nöfn þeirra ekki greind. Fyrsta spurningin var um stærð votheys- hlöðunnar og gerð. Hefir þegar verið minnzt á þetta atriði, en til viðbótar því, sem sagt hefir verið má geta þess, að stabbahæð var um 4—5 m hjá þeim sem verkað höfðu í gryfjum, en 5—13 m í turnunum. Hlöðu- rúmið var hjá einum bóndanum þrjár gryfjur, rúmlega 100 m3 hver, á einum stað var turn 270 m3, á þriðja staðnum tvær hlöður um 90 m3 hver og svo turn 150 m3, en á hinum býlunum turnar 140—156 m3 að rúmmáli. Spurning 2. Hvaða útbúnaður og fyrir- komulag var haft við heimflutning og inn- töku fóðursins? Þessu svöruðu bændurnir á þann veg, að allsstaðar var notað vélaafl að miklu eða mestu leyti við inntöku, en við heimflutn- ing ýmiskonar útbúnaður, vagnar dregnir með hestum eða dráttarvélum, eða bíll. Upptaka fóðursins úti á túni fór fram á þann hátt, að rakað var saman grasi eða grænfóðri og mokað með handafli upp á vagn, nema á einum stað, en þar var áhleðsluvél tengd aftan í bíl og safnaði hún grasinu upp úr ljánni. Heima var grasinu ýmist mokað af vögnum beint í hlöðu eða í saxblásara, sem knúðir voru af Farmall A dráttarvél, w 4 dráttarvél eða dieselvél. Spurning 3. Hverskonar uppskera var látin í votheyshlöðuna? Að sjálfsögðu voru svörin öll miðuð við starfsemina 1950 og þá uppskeru, sem þá var á akri og túni. Höfðu sumir bændurnir látið fyrri-sláttar töðu í vothey, sökum þess að ekki var hægt að þurrka, en allir höfðu sett í vothey síðari sláttar töðu og svo nokkuð af grænfóðri, aðallega hafra og ertur. Höfðu sumir blandað saman töðu og grænfóðri við inntökuna. Um bónda G er það að seg.ja, að hann lét í hlöðu sína fyrri slátt og varð það magn um % þess, sem endanlega var í votheyshlöðu látið, en fyllt var með há síðar. Bóndi H lét ofurlít- ið af söxuðu fóðurkáli í vothey auk grass og grænfóðurs (hafra og erta). Má af þessu sjá, að atvik hafa að nokkru ráðið hvað í vothey var sett, enda hafa bændur hagað sér eftir veðurfari eins og eðlilegt var. Spurning 4. Hve langur tími leið frá því inntaka fóðurs hófst unz lokið var? Þessu svöruðu bændur yfirleitt gaum- gæfilega og hafa svörin byggst á því, að dagbækur hafa verið færðar eða tími mældur við störfin. Hjá A var tíminn 30 dagar, hjá B fjórar vikur, C 5—6 vikur, D einn mánuður, E 26 dagar eða frá 22/8— 16/9, hjá F 26 dagar, hjá G 16 dagar, eða frá 27. júlí—11. ágúst, hjá H 39 dagar, eða frá 12/8—21/9 og hjá I 21 dagur, frá 10.— 31. ágúst. Þessi svör sýna, að styttst tók fyllingin 16 daga, en lengst 5—6 vikur og var þá fyllt smátt og smátt og aldrei látið líða lengra á milli en 2—3 dagar. Nú er það viðurkennt, að bezt er að inn- taka fóðurs, til votheysgerðar, gangi greið- lega og taki sem styttstan tíma, en þegar um svo mikið magn er að ræða, sem hér var hjá flestum, virðist ekki hafa sakað þó að fylling hafi tekið yfir 5—6 vikna tíma, enda nemur vikulegur ábætir þá allt að tveggja metra lagi fullsignu hjá þeim, sem höfðu stabba 9—13 metra, fullsiginn. Spurning 5. Hve mikill mannafli gekk að starfi við heimflutning og inntöku fóð- ursins? Eins og við mátti búast tjáðu bændur, að fastur mannafli og fast fyrirkomulag

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.