Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 10

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 10
278 FREY R undir pokunum, en efsta lagið var ögn orn- að. E setti 1 vagnhlass af elftingu ofan á fóðrið í hlöðunni og annað ekki. Fleygði hann elftingunni þegar notkun fóðursins byrjaði, en engu fóðri, allt var ágætt og jafnvel hefði mátt nota elftinguna líka. F og G breiddu báðir sundurspretta áburðarpoka yfir grænfóðrið í votheys- hlöðunum og þar á ofan sand í pokum um 2 smálestir á 12,5 m flöt, þ. e. tæplega 200 kg á fermeter. Árangurinn var: Hjá öðrum var fleygt sem svaraði einu kerruhlassi, hjá hinum var allur úrgangur úr 120 rúmmetra stabba ekki meiri en sem svaraði í hjólbörur, en fóðrið var allt afbragðsgott. H og I lögðu báðir vatnsþéttan pappír of- an á fóðrið að lokum og ekkert annað. Hjá öðrum var engu fleygt, en hjá hinum sem svaraði tveim kerruhlössum. Ögn af fóðri var gallað úti við veggina, mygluvottur, er náði til 15 cm dýptar hjá öðrum, en allt að 50 cm dýpt hjá hinum. Af svörum þessum verður séð, að bænd- urnir hafa yfirleitt haft lítið fyrir að varð- veita yfirborð fóðursins gegn skemmdum, en þrátt fyrir það hafa gallar verið engir eða smámunir einir. Að sjálfsögðu er á- stæða til að varðveita yfirborð fóðursins svo sem kostur er á, en hvaða aðferð er viðhöfð til þess að útiloka súrefni ■loftsins, sem ræður mestu um árangurinn, er fjár- hagslegt atriði og oftast spursmál um vinnuþörf annarsvegar eða dýran tækni- útbúnað hinsvegar. Þá var beint til bændanna spurningu um hvort pressast hafi mikill vökvi úr fóðr- inu ,um lykt fóðursins og gæði þess o. fl. Voru svörin yfirleitt á þá lund, að úr græn- fóðri pressaðist nokkur vökvi, einkum á úr- komusvæðinu. Um fóðurgæðin upplýsa all- ir, að fóðrið hafi verið „gott“, „ágætt“ eða „afbragðs fóður“, en hjá fáeinum hafði hitnað svo mikið í efsta laginu að það bliknaði eða ornaði, en var ætilegt og átzt yfirleitt betur en algrænt vothey. Er það í samræmi við það, sem viðgengst í öðrum löndum. Yfirleitt étzt bliknuð taða líka bet- ur en ornuð. Spurning 15. Hefir fóðrið frosið við veggi og á yfirborði? Veturinn 1950—51 var frostavetur meiri en gerzt hefir síðan 1918, jafnvel meiri en verið hefir á Suðurlandi síðan 1890, að sögn manna, sem hafa haft veðurathuganir með höndum. Voru frost dögum saman 10—18 stig og mánuðum saman 5—12 stig. Mátti því búast við að vothey frysi all mikið í þeim hlöðum, sem eru að mestu eða öllu ofan jarðar. Staðreyndirnar um þessi efni liggja fyrir í svörum bændanna, en þau eru þessi: A: Lítið eitt fraus við veggi þegar frost- ið var 5—15 stig. B, C og D: Aldrei bar á að vothey frysi. E og F: Þegar frostið var 10—15 stig fraus 1—3 sm lag á yfirborði úti við veggi, en á hring innar var héluvottur. G: í mestu frostunum sem voru 15—20 stig, 5 daga í röð, fraus lítilsháttar við veggi, en sama og ekkert á yfirborði. „Þarf engu að kvíða um það að geyma vothey í hlöðum ofa,njarðar hér á landi vegna frost- hættu.“ H byrjaði að gefa úr votheysturni um miðjan janúar. Höfðu þá verið langvinn frost og var lítið eitt frosið á yfirborði í byrjun, en þegar jafnt var tekið af yfir- borði úr því var allt þýtt. I: Þegar frostið var meira en 10 stig bar ögn á því að votheyið frysi í 2—3 sm dýpt úti við veggi, en varð aldrei fast og olli eng- um vandkvæðum að losa það né nota. Af þessum svörum virðist það vera ljóst, að þær hrakspár, sem verið hafa á sveimi, að vothey í geymslum ofan jarðar yrði að klakastump á vetrum, eru hugarburðir en engar staðreyndir, enda ættu þau vand- kvæði að vera ráðandi í ríkari mæli hjá þeim þjóðum, sem hafa mun kaldari vet- ur en við, svo sem er um miðbik Svíþjóðar. í þessu sambandi er eftirtektarvert það sem bóndi G segir, en svör öll frá honum bera vott um nákvæmni í athugunum og umsögn allri. Og reynsluna hafði hann af köldum vetri, þó að ekki væri eins og 1918. ★

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.