Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 17

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 17
FREYR 285 Ég hlýt að játa það. Jörðin er hvít á stór- um flákum. — En er ekki hægt að afla útheys? Eru ekki grasgefnar slægjur hér inni í dalnum? — í fyrra fékk ég um 500 hesta af útheyi, en það getur ekki komið í töðu stað og ég veit ekki hvort hægt er, með góðu móti, að heyja meira úthey. Það er ýmsu háð, meðal annars veðráttunni. Það er alltaf styttra að sækja töðuna, en þegar árar eins og nú, er ekki gott í efni. Þú sérð nú skaflana hér í túninu og nú eru sólstöður. Frá þeim hefir vatnsrennslið verið í allt vor. Á daginn hefir gróðurinn komið upp úr vætunni, því ekki vantaði sólina, en á hverri nóttu hafa hörð frost eyðilagt allt svo að útkoman er eins og þú sér, hvít jörð og kolgrá, sem ekki lítur út fyrir að gefi nokkra eftirtekju í sumar. — En bústofninn? — Það hefir nú leikið á ýmsu með hann og verður svo eflaust líka í þetta sinn. Sauð- fjárkvillarnir hafa truflað og valdið hnekki í búskap okkar bænda, og honum stórkost- legum. Um skeið vorum við sauðlausir, en síðastliðinn vetur hafði ég 165 kindur í húsunum og ég hefði hug á að fylla þau, en óséð er nú hvenær það verður. Ég hafði þar að auki 32 hross á fóðrum í vetur, en þau eru nú 40 á heimilinu. Og svo voru 13 nautgripir í fjósi. — Þá hafa 8 hross gengið úti skilst mér. Var það ekki harðsótt fyrir hrossin í slík- um snjóavetri? — Já, þau gengu 8, en ekki hér heima. Snjórinn var afskaplegur. — Og þið ætlið náttúrlega að auka fjár- stofninn? — Það er ekki gott að segja. Hug hefði ég á því, en tölufallið í ár býður ekki skil- yrði til bústofns-aukningar. Við hljótum að fækka kúnum. Héðan, frá okkur, er dá- lítið erfitt með mjólkurflutninga. Þó að leiðin til Blönduóss sé stutt, ekki nema 20 km, þá erum við svo fáir, og fannfergið í vetur var okkur andstætt, svo ég geri ráð fyrir að hér verði tilhneiging til fjárrækt- ar fremur en mjólkurframleiðslu, ef mað- ur er laus við kvillana, sem vonandi er. En þeir voru nú búnir að þrengja hart að á liðnum árum. — En hvað með byggðina hér í Norður- árdal og Laxárdal. Heldur þú að sauðfjár- kvillarnir eigi sök á eyðingu Laxárdals, eða eru það aðrar ástæður? — Byggðin í Laxárdal hefir minnkað ört, en ég held að það séu ekki sauðfjárpest- irnar, sem hafa átt sök á eyðingu hans — ja kanske í og með, en hefðu þeir fengið símann, sem þeir báðu um í kring um 1930, þá held ég að mestur eða allur Laxárdalur væri enn í byggð og yrði það framvegis. Ég er viss um, að bændurnir hefðu sjálfir lagt vegi — eða rutt — frameftir, svo að komizt yrði á bílum heim til þeirra. Þetta voru mestu dugnaðarmenn, sem ekki hefðu talið það eftir sér að ryðja vegarspotta. — En er nú dalurinn bráðum allur í eyði? — Nei, ekki er það. Síðan 1930 munu 11 bæir hafa farið í eyði, en 7 eru byggðir enn og verða það vonandi framvegis. ~k Dæmið um byggðina í Laxárdal, sem hann Hafsteinn bóndi á Njálsstöðum nefndi, og taldi að tapazt hefði af því að síminn — þessi mikla viðskiptabót strjál- býlisins — fékkst ekki er um var beðið, er ekkert einstakt. Það getur satt verið, að dýrt sé að vinna að símalagningu og öðr- um framkvæmdum í dreifbýlinu, en það er líka dýrt að láta býli og heilar byggðir falla í auðn. Það er ekkert óeðlilegt þó að fólk- ið, sem engin eða fá þægindi fær, leiti þeirra, því að þau létta lífsbaráttuna stór- lega, og það er mannlegt að halla sér að því sem hagkvæmt er. Það hefir borið við víðar en í Laxárdal, að íbúarnir hafa gefizt upp. Unga fólkið hefir farið að heiman og ekki komið aftur, en eldra fólkið hefir átt langan starfsdag og þegar honum hallar kemur kvöld lífs- ins. Ef ekki eru ungmenni til þess að taka við, og hefja morgunnverk, þá fellur starf- ið niður og þá fellur dalur úr byggð. Svo hefir farið í Laxárdal. En í Laxárdal eru

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.