Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 14

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 14
282 FREYR Mjólk i TETRA PAK um- búðum má selja í almennum verzlunum, því að liún meng- ast ekki, þar eð umbúðirnar eru þéttar. ekki verið gefnar, því að stórframleiðsla er ekki enn komin til greina, en eitthvað munu þær dýrari en flöskur. Hinsvegar fylgja umbúðum þessum margir kostir og telja framleiðendurnir meðal annars, að mannsvinna við að skola mjólkurflöskur og hagræða þeim, ásamt fyllingu og meðferð allri, sé 7—8 sinnum meiri en þegar TETRA PAK er notað. Þar að auki er talið að hús- rými mjólkurbúanna þurfi mun minna þeg- ar umræddar umbúðir eru notaðar og svo sé flutningskostnaður á mjólkinni miklu minni frá búi til neytenda, því að glerum- búðir eru nærri 9 sinnum þyngri en TETRA PAK umbúðirnar. Reiknað hefir verið, að kostnaðurinn við sölu mjólkur í umræddum umbúðum verði aðeins 10—15% af þvi sem nú gerist. Fyr- irtækið, sem býr til TETRA PAK, er ekki enn komið í fullan gang með framleiðslu sína, en það fullyrðir, að þegar svo verði, þá muni mjólkurdreifingin verða með allt öðrum hætti, hreinlegri og ódýrari fyrir neytendur mjólkurinnar, en gerst hefir til þessa. Reynslan verður að leiða í ljós, hvað verða kann. Myndirnar, sem fylgja með grein þess- ari, hefir Freyr fengið að láni hjá fyrir- tækinu Ákerlund & Rausing. G.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.