Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 4
286
FREYR
og ráösmanni hans, hrífurnar og lýstu þeir
engu vantrausti yfir þeim. Fyrsta verk-
stæðið hafði ég í kjallaraholu á Knarar-
bergi og Arnarhóli í Kaupangssveit, en
flutti það svo til Akureyrar. Árið 1935, þeg-
ar við hjónin fluttum hingað suður til
Reykjavíkur, seldi ég Lárusi Björnssyni,
smið, helming verkstæðisins. Lárus er Hún-
vetningur og hefir ætíð reynzt hinn ágæt-
asti félagi.
— Og hann hefir svo verið framleiðand-
inn síðan?
— Já, ásamt bróður sínum, og hjálpar-
manni, hefir hann annast smíðina af mestu
alúð. Það var hann, sem vildi hætta við
gömlu hrífuklóna og setja í hennar stað
v-lagaða spennu yfir hausinn og upp á
skaftið, bæði að ofan og neðan. Með þessu
hefir fengizt traustari tenging hauss og
skafts en áður var. Það er þessi útbúnað-
ur, sem við köllum „Iðjukló". Á alúmin-
hausum er hún úr alúmini, en á tréhaus-
um úr ryðfríu stáli.
— Hefir framieiðslan svo gengið slitlaust
í þessi 20 ár?
— Ekki verður það nú sagt með réttu.
Aluminorf og aluminhrifuhaus meÖ „Iðjukló
Ýmislegt hefir truflað hana. Á stríðsárun-
um gátum við ekki fengið alúmín og urð-
um þá að gera amboðin úr tré, sem okkur
tókst að fá frá Canada — ágæta furu.
Eftir stríðið útvegaði Orka h.f. okkur
alúmín, en í fyrra fengum við engin rör.
Úti í heimi þurfti að nota þau til annarra
hluta. Þá fengum við bara vír í tinda. Nú
er viðhorfið aftur betra og allt útlit er fyr-
ir að við getum hafið starf þriðja áratugs-
ins í von um að fá efni, svo að bændur geti
á næsta sumri fengið orf og hrífur úr alú-
míni eins og þeir óska.
— Hefir verið almenn ánægja með
alúmínamboðin ?
— Bæði já og nei. Þau þóttu stinn og
létt — og þykj-a það enn — og þetta eru
miklir kostir. En sköftin vildu sverta hend-
urnar og sá sorti var enginn fegurðarauki
fyrir kvenfólkið, þegar hann barst í fatnað
þeirra og andlit. Þessvegna hætti ég fjót-
lega við hrífusköft úr alúmíni. En nú standa
vonir til, að verksmiðjurnar hafi fundið ráð
til að fyrirbyggja þennan annmarka. Reyn-
ist það svo, munum við Lárus bjóða kven-
fólkinu eyvislétt alúmínsköft á næstunni.
— En orfin, hvað um þau?
— Þau gera engan að svertingjum og
þau hafa verið ákaflega vel séð, enda eru
þau bæði létt og stinn og óbrjótandi. Fram-
vegis gerum við ráð fyrir að engin tregða
verði á afgreiðslu þeirra.
— En þau eru dýr?
— Nei, — samanborið við verðlag á kjöti
og smjöri geri ég ráð fyrir, að verðhlutfall-
ið verði þannig, að svipað þurfi af þessum
vörum til þess að greiða alúmínorfið nú
eins og þurfti til þess að borga tréorf í
gamla daga.
— Hve mörg orf og hrífur hafið þið selt
á þessum 20 árum?
— Ekki get ég sagt þér það, en það er
talsvert mikið samanlagt.
— Og þið eruð orðnir efnaðir menn af
gróða fyrirtækisins?
— Það erum við ekki og verðum ekki.
Tekjuafgangurinn fyrstu árin fór í til-
raunir og endurbætur. Síðar sá verðlags-
eftirlitið um að tekjuafgangurinn yrði í
hófi og eftir að þeim fígúruskap lauk höf-