Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1952, Blaðsíða 10

Freyr - 01.09.1952, Blaðsíða 10
292 FREYR Seljalandsfoss. móti ferðafólkinu og safnaðist það í garð- inn fyrir framan húsið, en þar er nýreist brjóstlíkan Gunnlaugs heitins Kristmunds- sonar. Þar flutti sandgræðslustjóri sköru- lega ræðu um þau ótrúlegu en dásamlegu afrek, sem Gunnlaugur leysti af hendi í sandgræðslumálunum, og ennfremur tal- aði hann um þær vonir, sem við sand- græðsluna eru bundnar í framtíðinni. Var dvölin í Gunnarsholti öll hin ánægjuleg- asta. Þaðan var haldið að Selfossi. Þar var mönnum gefinn kostur á að velja um hvora leiðina skyldi farið, vestur yfir, um Þing- völl, Hellisheiði eða Krýsuvík og kusu flest- ir Þingvallaleiðina og var hún farin. Við Þingvallavatn (í Vatnsvikinu) var numið staðar og gengið út í hraunið. Þar flutti séra Sigurjón Guðjónsson prófastur í Saurbæ kveðjuræðu og þakkaði Mjólkur- félagi Reykjavíkur fyrir að hafa staðið að þessari ferð. Minnti hann einnig á, að það, sem ekki sízt gæfi ferðalögum varanlegt gildi, væri endurminningarnar, og eftir þetta ferðalag hefðu menn í huganum fjölda mynda af sérstæðum og fögrum stöð- um, af tign og stórfengleik Lómagnúps, af sérkennileik Systrastapa, af hinum undur- fríða Skógafossi og af öðrum stöðum fögr- um og sögufrægum, sem lengi mætti telja. Talaði hann um þetta á svo einfaldan, en þó hrífandi hátt, að það mun verða áheyr- endum lengi minnisstætt. — Að lokinni ræðu prófastsins voru sungin nokkur lög og enaað með sálmalagi. Síðan kvöddust allir, hræröir í huga, þökkuðu samfylgdina í þessari ánægjulegu ferð og óskuðu hver öðrum alls góðs. IV. Varlega má fullyrða, hvað mönnum er minnisstæðast eftir svona ferðalög. En þó hygg ég, að flestir vesturfaranna muni lengst minnast útsýninnar af Þorskafjarð- arheiði, að hafa komið að Ólafsdal — vegna sögufrægðar en ekki ytri glæsibrags ■—, viðkomunnar og viðsýnisins í Hjarðarholti og kvöldstundarinnar á Hvanneyri, auk að- búnaðarins og dvalarinnar í Bjarkarlundi. Meginhluti þess fólks, sem tók þátt í þessum hópferðum Mjólkurfélags Reykja- víkur, mun aldrei hafa átt þess kost, á ann- an hátt, að fara þessar leiðir og njóta þeirr- ar ánægju, sem af þeim hlauzt. Þótt sum- arferðalög fólks víðsvegar um landið hafi aukizt mjög á síðustu árum, hefir sveita- fólkið farið varhluta af þeirri ánægju og þekkingarauka, sem ferðalög geta veitt. Hlutur þess er slíkur, að ákvæði um „sum- arfrí“ er ekki hægt að setja inn í þá ó- skráðu kjarasamninga, sem binda það við skepnurnar og skapavöldin. Skyndiferðir þær, sem Búnaðarfélag íslands hefir geng- ist fyrir og þessar hópferðir Mjólkurfélags- ins eru því undantekningar, sem vert er að meta að verðleikum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.