Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 15
FREYR
297
Hugleiðingar
um gervisæðingu
Opið svarbréf til herra Ólafs E. Stefáns-
sonar frá dr. Briickner, Hellu.
Herra Ólafur E. Stefánsson!
Ég las með mikilli athygli grein yðar í
marz-hefti Freys 1952. Þar sem margir
höfðu orðið til þess að styðja — munnlega
og bréflega — skoðun þá, sem ég hélt fram
í grein minni um gervisæðingu nautgripa,
þá þótti mér fengur í því að sjá andstætt
álit líka rætt opinberlega.
En því miður ruglið þér saman mönnum
og máleíni. Vegna árásarhneigðar á míg
missir grein yðar marks sem rökræða um
gervicæðingu nautgripa. Vegna þessa tek ég
mér penna í hönd og ekrifa yður bréf.
Leitt er það, að þér hafið ekki komið auga
á rauða þráðinn í grein minni, því að ég
ætla yður ekki þá dul, að þér af áset.tu ráði
hafið brenglað setningunum. Aðeins sá, sem
las grein mína lauslega, eða heyrði frá
henni sagt á skotspónum, gat misskilið
hana. Ég segi mig lausan allri ábyrgð á á-
lyktunum yðar, sem þér reisið á rangsnún-
ingi greinar minnar.
Krefjast verður þess, að rætt sé fyrir opn-
um tjöldum og af drengskap, við bændur,
um kostnað við gervisæöingu nautgripa, svo
og nauðsynlegar ráðstafanir og útbúnað,
sem gervisæðing hefir í för með sér. Þér á-
lítið slíkar rökræður tilgangslausar og til
þess eins fallnar að auka á sundurþykkju.
Hér er ég yður ósamþykkur. Ég trúi því, að
rökræður um þetta mál mundu leiða alla
aðila á rétta braut, þó því aðeins, að menn
héldu sér við málefnið. Ætti ég að ræða allt
það, sem þér hafið misskilið í grein minni,
yrði það of langt mál og of þreytandi fyrir
þann, sem skyn ber á gervisæðingu naut-
gripa, og ræðir þau, en ekki persónulegar
aðdróttanir.
Gervisæðing nautgripa hefir reynzt vel,
sérstaklega í baráttunni við smitandi sjúk-
dóma, sem valda ófrjósemi, svo fremi, að
skilyrði væru til staðar. Ekki þarf það, sem
við á í einu landi, skilyrðislaust að henta í
öðru. Þetta á ekki sízt við um gervisæðingu,
en með henni er gripið fram fyrir hendur
náttúrunnar. Ábyrgðartilfinning kunnáttu-
mannsins verður að vega kosti og galla.
Árið 1950 kom út bók í Austurríki með
þessum titli: „Skilyrði fyrir gervisæðingu
nautgripa". Höfundurinn er dr. Raphael
Koller, en hann er forstjóri ríkisstofnunar
í Wels, sem sér um gervisæðingu húsdýra.
Á bls. 16 segir dr. Koller: „Ekki er hægt að
loka augunum fyrir því, að þegar um gervi-
sæðingu er að ræða eru gripaeigendur háðir
félagssamtökum og samgöngutækni. Ýmis-
legt getur hindrað gervisæðingu, svo sem
ótíð að vetrarlagi, slæmir vegir og óeirðir.
Það liggur og í augum uppi, að ekki verður
gervisæðing auðveld í miklu strjálbýli, sem
er í slæmu vegasambandi. (Sviss hefir hing-
að til haínað gervisæðingu.) Ekki hefir það
verið gervisæðingu til framdrátíar, að þeir,
sem lítt skyn bera á málið, færu að bera lof
á gerviræðingu sem lausn allra mála. Líka
verður að hafa það hugfast, að eins og
tækninni er ennþá háttað, þá er gervisæð-
ing aðeins á færi kunnáttumanna.1) Að lok-
um telja menn gervisæðingu til ókosta, að
vegna óhjákvæmilegrar fækkunar einstakl-
inga karlleggsins minnki erfðamagnið og
hættum skyldleikablöndunar sé boðið hei’.n
Þessar andbárur virðast líka hafa við nol: :-
ur rök að styðjazt, sérstaklega þega. það
er haft í huga, að höfuðkosti telja :r:enn,
að með sæði eins tarfs sé hægt a-_ rjóvga
kýr þúsundum saman.
Úr skýrslum frá Danmörku, Englandi,
Bandaríkjunum og Rússlandi má líka lesa
þaö, að mjög varfærnislega er farið í að út-
breiða æskilega erfðaeiginleika með gervi-
sæðingu.
Próf. Lagerlöf í Stokkhólmi gerir líka
þessa athugasemd: „Reynslan hefir sýnt,
að ekki er ætíð viðhöfð nauðsynleg varúð,
þegar menn vilja bæta dýrastofninn á
l) I Þýzkalandi verða dýralæknar, sem leggja sLiuid á
gervisæðingu, að ganga undir sérfræðipróf í orsökum ó-
frjósemi.